Ferill 332. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 400  —  332. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aldursgreiningar ungra umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Frá Loga Einarssyni.


     1.      Hefur ráðherra í hyggju að breyta framkvæmd líkamlegra aldursgreininga ungra umsækjenda um alþjóðlega vernd, þá aðallega tanngreininga, á grundvelli 113. gr. útlendingalaga, nr. 80/2016? Telur ráðherra líkamlegar aldursgreiningar siðferðislega réttlætanlegar eða nauðsynlegar í núverandi mynd? Telur ráðherra þessar greiningar vera í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna?
     2.      Hefur ráðherra ráðist í aðgerðir eða reglugerðarbreytingar til þess að aldur ungra umsækjenda verði metinn á heildstæðan hátt með faglegu mati barnasálfræðinga og lækna þar sem ekki síst sé tekið tillit til umhverfis- og menningarlegra aðstæðna ungmenna? Ef ekki, hyggst ráðherra beita sér fyrir heildstæðara mati?
     3.      Hverja hefur Útlendingastofnun látið framkvæma tanngreiningar síðustu 10 ár? Telur ráðherra rétt að tannlæknadeild Háskóla Íslands annist aldursgreiningar á tönnum?
     4.      Hversu mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd hefur verið hafnað á grundvelli tanngreininga hér á landi?
     5.      Er hafin vinna innan ráðuneytisins til að bæta réttarstöðu fylgdarlausra barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi? Ef svo er, hvers eðlis er hún, hversu langt er hún komin og hvenær verða niðurstöður kynntar Alþingi?


Skriflegt svar óskast.