Ferill 337. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 405  —  337. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um skattundanskot.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hversu háum upphæðum er áætlað að hafi verið skotið undan skatti hér á landi árlega frá og með árinu 2015?
     2.      Hafi umfang slíkra undanskota ekki verið áætlað, hyggst ráðherra láta gera það? Ef ekki, hvers vegna ekki?
     3.      Hver var innheimtuárangur opinberra gjalda í prósentum talið, árlega frá og með árinu 2015?
     4.      Hversu mörg stöðugildi má áætla að þurfi til að bæta innheimtuárangur um eitt prósentustig?


Skriflegt svar óskast.