Ferill 338. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 406  —  338. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um erindi sem varða kirkjugarða.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu mörg skrifleg erindi sem varða kirkjugarða hafa borist ráðuneytinu, t.d. frá Kirkjugarðaráði, Kirkjugarðasambandi Íslands eða öðrum aðilum, á undanförnum fimm árum?
     2.      Hversu mörgum erindum hefur verið svarað skriflega og efnislega?
     3.      Eftir hvaða ferli er unnið þegar ráðuneytinu berst skriflegt erindi frá framangreindum aðilum?


Skriflegt svar óskast.