Ferill 348. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 420  —  348. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um hjúkrunarheimili.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hvernig hefur lengd biðlista eftir rými á hjúkrunarheimilum þróast á síðustu fimm árum?
     2.      Hve löng er bið eftir rými að meðaltali og hver er staða biðlista eftir landshlutum?
     3.      Hver telur ráðherra að þróun biðlista eftir rými á hjúkrunarheimilum yrði ef heilbrigðir makar heimilismanna á hjúkrunarheimilum ættu kost á að búa hjá þeim þar eins og hugmyndir hafa verið uppi um?
     4.      Hversu margir á biðlista eftir hjúkrunarrými hafa andast áður en þeim gafst kostur á vist síðastliðin fimm ár?
     5.      Hvað létust margir á Vífilsstöðum á tímabilinu 1. september 2016 – 1. september 2018?
     6.      Hver eru áform ráðherra um að fullnægja þörf fyrir hjúkrunarrými?


Skriflegt svar óskast.