Ferill 349. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 421  —  349. mál.
Ráðherra.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um Framkvæmdasjóð aldraðra.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hversu há upphæð hefur verið greidd í Framkvæmdasjóð aldraðra árlega sl. 10 ár?
     2.      Hversu há upphæð hefur árlega sl. 10 ár farið úr sjóðnum annars vegar í að stuðla að uppbyggingu og eflingu öldrunarþjónustu og hins vegar í annað en uppbyggingu og eflingu öldrunarþjónustu?


Skriflegt svar óskast.