Ferill 354. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 426  —  354. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um sorpflokkun í sveitarfélögum.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Telur ráðherra að sorpflokkun í sveitarfélögum sé í ásættanlegu horfi?
     2.      Í hvaða sveitarfélögum er sorp flokkað?
     3.      Í hvaða sveitarfélögum er boðið upp á moltufrágang eða förgun lífræns úrgangs?
     4.      Hvernig hyggst ráðherra stuðla að betri sorpflokkun?
     5.      Hvernig hyggst ráðherra efla almenningsfræðslu um mikilvægi sorpflokkunar?