Ferill 366. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 445  —  366. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um tekjur
og gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli.


Frá Jóni Steindóri Valdimarssyni.


     1.      Hverjar voru heildartekjur ISAVIA og/eða ríkisins vegna lendingargjalda, farþegagjalda, stæðisgjalda, flugverndargjalda, flugleiðsögugjalda og annarra gjalda sem við kunna að eiga á Keflavíkurflugvelli árin 2013–2018, sundurliðað eftir árum, og:
                  a.      hversu stór fjárhæð var komin fram yfir gjalddaga í lok hvers árs,
                  b.      hve há fjárhæð tapaðist á hverju ári vegna ógreiddra gjalda,
                  c.      hve háir dráttarvextir voru reiknaðir af framangreindum gjöldum sem komin voru í vanskil ár hvert,
                  d.      hve háar eru skuldir flugfélaga sem komnar eru fram yfir gjalddaga og/eða eindaga 1. nóvember 2018?
     2.      Getur ISAVIA beitt stöðvunarheimild á vélar sem eru í leigu flugfélags fyrir skuldum félagsins sem ekki tengjast þeirri flugvél?
     3.      Telur ráðherra það ásættanlegt að ISAVIA veiti einstökum flugfélögum greiðslufrest án trygginga á háum fjárhæðum sem eru í vanskilum?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Fyrirspurn þessi er lögð fram til að fylgja eftir fyrirspurn á þingskjali 304 í 273. máli yfirstandandi þings, sbr. svar ráðherra á þingskjali 394.
    Óskað er eftir því að tölur komi fram í svari ráðherra við 1. tölul. en ekki látið nægja að
vísa á aðrar heimildir. Svar við d-lið 1. tölul. óskast sundurliðað eftir flugfélögum, þó þannig
að nöfn einstakra flugfélaga komi ekki fram.