Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 450  —  1. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (WÞÞ, HarB, BjG, NTF, PállM).


     1.      Við 6. gr. Nýr liður:
             2.20    Að selja eignarhlut ríkisins fasteign að Halldórsstöðum í Laxárdal.
     2.      Við 6. gr. Nýir liðir:
             4.24     Að selja lóð í eigu ríkisins við Þjórsárgötu og Þorragötu, Reykjavík.
             4.25    Að selja eignarhlut ríkisins í lóð við Austurveg 4, Selfossi.
     3.      Í stað orðsins „húsnæði“ í lið 6.11 í 6. gr. komi: fasteignir.
     4.      Við 6. gr. Nýir liðir:
             6.21     Að ganga til samninga um kaup ríkisins á „Villa Nova“, Aðalgötu 23, Sauðárkróki.
             6.22     Að kaupa viðbótaraðstöðu fyrir starfsemi safnsins við Gljúfrastein, Mosfellsbæ.
     5.      Í stað „54.576 m.kr.“ í lið 7.6 í 6. gr. komi: 55.863 m.kr.
     6.      Við 6. gr. Nýir liðir:
             7.14     Að þiggja að gjöf fasteignir á Litlabæ í Skötufirði, Hraunskirkju í Keldudal og Þverárkirkju í Laxárdal til varðveislu í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands.
             7.15    Að ganga til samninga um kaup á réttindum að Íslenskri orðabók og eftir atvikum öðrum sambærilegum orðabókum og fela stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að miðla þeim rafrænt í opnum aðgangi í því skyni að efla íslenska tungu.
             7.16    Að nýta svigrúm sem kann að myndast vegna óreglulegra tekna ríkissjóðs til þess að greiða inn á skuldbindingar ríkissjóðs vegna B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
             7.17    Að ganga á grundvelli útboðs til samninga um þróun, innleiðingu og notkun á nýju samskipta- og upplýsingakerfi fyrir Stjórnarráð Íslands til allt að tíu ára.
             7.18    Að ganga til samninga við Minjavernd um afhendingu og uppgerð á fasteignum sem ekki eru nýttar af hálfu ríkisins en nauðsynlegt þykir að vernda einkum vegna menningarsjónarmiða.
             7.19    Að leggja Íslandspósti til aukið eigið fé vegna fyrirliggjandi lausafjárvanda félagsins.