Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 467  —  244. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni um þýðingu á íslenskum lögum og reglugerðum.


     1.      Hafa íslensk lög og reglugerðir verið þýdd á vegum ráðuneytisins og undirstofnana þess? Ef svo er, er óskað eftir að fram komi á hvaða tungumál var þýtt, hvenær þýðing var birt og hvenær þýðing var síðast uppfærð.
    Fjöldi laga og reglugerða sem upphaflega voru samin á íslensku hafa verið þýdd á ensku. Hér er fyrst og fremst um að ræða lög og reglur sem eðli máls samkvæmt þarf að tilkynna til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna reksturs EES-samningsins. Þá hafa ýmis lög og reglugerðir verið þýdd á ensku í gegnum tíðina, en oftast nær að gefnu tilefni vegna viðskiptahagsmuna Íslands. Á heimasíðu ráðuneytisins eru nú 119 lög og reglugerðir á ensku. Ekki hefur verið haldin skrá um hvenær þýðingar voru birtar og uppfærðar.

     2.      Hafa ráðuneytið og undirstofnanir þess markað stefnu eða hyggjast marka stefnu um þýðingar, m.a. í ljósi þeirrar öru fjölgunar sem hefur orðið á fólki sem býr og starfar á Íslandi en hefur íslensku ekki að móðurmáli?
    Stefna hefur ekki verið mótuð um þýðingar og birtingar á lögum og reglugerðum fyrir ráðuneytið og stofnanir þess. Verði það gert er vænlegast að slík stefna verði sameæmd og sett fyrir Stjórnarráðið í heild.