Ferill 311. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 470  —  311. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um skipan starfshóps um verðjöfnun á flugvélaeldsneyti.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur verið skipaður starfshópur um verðjöfnun á flugvélaeldsneyti á millilandaflugvöllum landsins, sbr. lið B.10 í þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018–2024? Ef svo er, hverjir sitja í starfshópnum og hvenær er gert ráð fyrir að hann skili niðurstöðum?

    Ráðherra hefur falið stjórn flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara sem starfar á grundvelli laga um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, nr. 103/1994, að vinna að framkvæmd þessa verkefnis. Stjórnin hefur fengið Jón Þorvald Heiðarsson, lektor við Háskólann á Akureyri, til að vinna greiningu á verði flugvélaeldsneytis á öllum millilandaflugvöllum landsins og jafnframt leggja mat á hver kostnaðurinn yrði af því að jafna þennan mun út, sé hann til staðar. Að fenginni þessari greiningu mun stjórnin vinna tillögur sínar en gert er ráð fyrir því að þær liggi fyrir um næstu áramót.