Ferill 203. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 478  —  203. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um fulltrúa af landsbyggðinni í stjórnum, nefndum og ráðum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig er skipulagi og stuðningi háttað við einstaklinga sem hafa verið tilnefndir af þingmönnum og skipaðir í stjórnir, nefndir og ráð á vegum ráðuneytisins og búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins? Hvernig er farið með kostnað við flug, akstur, gistingu og mat og annan kostnað sem hlýst af fundafyrirkomulaginu? Væri mögulegt að viðhafa þá reglu að tímasetja fundi þannig að fulltrúar af landsbyggðinni gætu nýtt sér innanlandsflug samdægurs?

    Fundir í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ráðuneytisins eru oftast skipulagðir þannig að viðkomandi geti nýtt flug til og frá Reykjavík samdægurs kjósi hann þann ferðamáta. Meginreglan hvað kostnað varðar er að þeir sem tilnefndir eru og búsettir utan höfuðborgarsvæðisins fá greiddan ferðakostnað sem jafngildir flugfargjaldi frá brottfararstað næst heimili viðkomandi til Reykjavíkur og heim aftur burt séð frá því hvaða ferðamáta viðkomandi kýs að nota. Sé hagstæðara að nota bílaleigubíl er það viðmið notað. Þóknananefnd ráðuneytisins ákveður þóknun fyrir fundarsetu. Dagpeningar innan lands eða gisting eru greidd ef tilefni er til. Með bættri tækni hefur færst í vöxt að stjórnar- og nefndarmenn búsettir utan höfuðborgarsvæðisins nýti sér fjarfundabúnað til að þátttöku á fundum á vegum ráðuneytisins.