Ferill 379. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 491  —  379. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða mælikvarða notar Fjármálaeftirlitið til að meta siðferðisleg viðmið í fjárfestingum lífeyrissjóða, sbr. 36. gr. laga nr. 129/1997?
     2.      Telur ráðherra samfélagslega ábyrgð falla undir siðferðisleg viðmið í fjárfestingum lífeyrissjóða og ef svo er, hvernig er lagt mat á samfélagslega ábyrgð fjárfestingarstefnu?
     3.      Telur ráðherra að umhverfisþættir, eins og t.d. áhrif fjárfestinga og fyrirtækja á loftslagsbreytingar, falli undir siðferðisleg viðmið og ef svo er, hvernig er lagt mat á þá þætti fjárfestingarstefnu?
     4.      Hversu margir lífeyrissjóðir fengu fjárfestingarstefnu sína staðfesta af Fjármálaeftirlitinu á árinu 2017?


Skriflegt svar óskast.