Ferill 248. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 514  —  248. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni um þýðingu á íslenskum lögum og reglugerðum.


     1.      Hafa íslensk lög og reglugerðir verið þýdd á vegum ráðuneytisins og undirstofnana þess? Ef svo er, er óskað eftir að fram komi á hvaða tungumál var þýtt, hvenær þýðing var birt og hvenær þýðing var síðast uppfærð.
    Fyrirspurn þessi var send öllum 26 stofnunum velferðarráðuneytisins og bárust svör frá 20 stofnunum. Svör þeirra voru flest á sama veg, þ.e. að almennt hefur engin þeirra látið þýða íslensk lög og reglugerðir, enda kom fram af hálfu nokkurra þeirra að það væri talið hlutverk löggjafans eða ráðuneytanna. Ráðuneytið lítur aftur á móti á það sem hlutverk stofnananna að þýða aðrar almennar upplýsingar sínar sem eru ekki haldbærar annars staðar og þurfa að ná til íbúa landsins sem hafa ekki íslensku að móðurmáli.
    Ein stofnun, Lyfjastofnun, hefur látið þýða stjórnvaldsfyrirmæli á ensku og síðan uppfært þýðingu frá árinu 2009 á gjaldskrá fyrir markaðsleyfi, árgjöld og önnur gjöld vegna lyfja, sem Lyfjastofnun innheimtir, nr. 404/2018.
    Þá hefur Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu látið þýða á ensku þau lög sem gilda um stofnunina, þ.e. lög nr. 160/2008, og hafa tvær af fjórum lagabreytingum verið þýddar.
    Til upplýsingar má nefna að 22 stofnanir birta almennar upplýsingar, sumar ítarlegri en aðrar, á ensku. Auk þess er að finna almennar upplýsingar á fjölmörgum öðrum tungumálum hjá ýmsum stofnunum, svo sem á albönsku, arabísku, frönsku, færeysku, króatísku, litháísku, pólsku, rússnesku, serbnesku, spænsku, sænsku, taílensku og víetnömsku.

    Á vegum velferðarráðuneytisins hafa fjölmörg lög og nokkrar reglugerðir verið þýddar. Lögin og reglugerðirnar hafa eingöngu verið þýddar á ensku og eru birtar á vef Stjórnarráðsins á síðunni government.is/publications/legislation.
    Eftirtalin lög eru birt í enskri þýðingu með öllum lagabreytingum þýddum:
     1.      Lög um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938.
     2.      Lög um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla, nr. 19/1979.
     3.      Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980.
     4.      Lög um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, nr. 55/1980.
     5.      Lög um orlof, nr. 30/1987.
     6.      Lög um fjöleignarhús, nr. 26/1994.
     7.      Húsaleigulög, nr. 36/1994.
     8.      Lög um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, nr. 55/1996.
     9.      Sóttvarnalög, nr. 19/1997.
     10.      Lög um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997.
     11.      Lög um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum, nr. 61/1999.
     12.      Lög um málefni aldraðra, nr. 125/1999.
     13.      Lög um bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna, nr. 27/2000.
     14.      Lög um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000.
     15.      Lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga, nr. 110/2000.
     16.      Lög um sjúklingatryggingu, nr. 111/2000.
     17.      Lög um lækningatæki, nr. 16/2001.
     18.      Lög um tóbaksvarnir, nr. 6/2002.
     19.      Lög um geislavarnir, nr. 44/2002.
     20.      Barnaverndarlög, nr. 80/2002.
     21.      Lög um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002.
     22.      Lög um húsnæðissamvinnufélög, nr. 66/2003.
     23.      Lög um græðara, nr. 34/2005.
     24.      Lög um starfsmannaleigur, nr. 139/2005.
     25.      Lög um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006.
     26.      Lög um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.
     27.      Lög um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum, nr. 151/2006.
     28.      Lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007.
     29.      Lög um útsenda starfsmenn og skyldur erlendra þjónustuveitenda, nr. 45/2007.
     30.      Lög um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.
     31.      Lög um almannatryggingar, nr. 100/2007.
     32.      Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008.
     33.      Lög um sjúkratryggingar, nr. 112/2008.
     34.      Lög um sjúkraskrár, nr. 55/2009.
     35.      Lög um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum, nr. 42/2010.
     36.      Lög um umboðsmann skuldara, nr. 100/2010.
     37.      Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011.
     38.      Lög um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012.
     39.      Lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda, nr. 57/2012.
     40.      Lög um málefni innflytjenda, nr. 116/2012.
     41.      Lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 44/2014.
     42.      Lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 105/2014.
     43.      Lög um úrskurðarnefnd velferðarmála, nr. 85/2015.
     44.      Lög um almennar íbúðir, nr. 52/2016.
     45.      Lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016.
     46.      Lög um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, nr. 87/2018.

    Eftirtalin lög eru birt í enskri þýðingu en ekki með öllum lagabreytingum þýddum þar sem heildarendurskoðun laganna stendur yfir, yfirstandandi eru frekari breytingar eða unnið er að þýðingu á síðustu breytingum:
     1.      Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, nr. 25/1975. Vantar þýðingu á síðustu lagabreytingu 2016, einni af alls fjórum breytingum.
     2.      Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991. Vantar þýðingu á tveimur síðustu lagabreytingum frá árinu 2018 af alls 16 breytingum.
     3.      Lyfjalög, nr. 93/1994. Vantar þýðingu á þremur síðustu lagabreytingum, sem eru allar frá 2018, af alls 47 breytingum.
     4.      Lög um húsnæðismál, nr. 44/1998. Vantar þýðingu á einni breytingu frá 2018 af alls 32 breytingum.
     5.      Lög um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003.Vantar þýðingu á einni breytingu frá 2018 af alls átta breytingum.
     6.      Lög um vinnumarkaðsaðgerðir, nr. 55/2006. Vantar þýðingu á einni breytingu frá 2018 af alls sex breytingum.

    Eftirtaldar reglugerðir eru birtar í enskri þýðingu með öllum breytingum þýddum:
     1.      Reglugerð um klínískar lyfjarannsóknir á mönnum, nr. 443/2004.
     2.      Reglugerð um fjárhag og áhættustýringu Íbúðalánasjóðs, nr. 544/2004.
     3.      Reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 339/2005.
     4.      Reglugerð um frjálst skráningarkerfi fyrir græðara, nr. 877/2006.
     5.      Reglugerð um lækningatæki, nr. 934/2010.
     6.      Reglugerð um markaðsleyfi náttúrulyfja og skráningu jurtalyfja sem hefð er fyrir, nr. 142/2011.
     7.      Reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna, nr. 221/2012.
     8.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur matvælafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1085/2012.
     9.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur næringarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1086/2012.
     10.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur hnykkja (kírópraktora) og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1087/2012.
     11.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur félagsráðgjafa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi, nr. 1088/2012.
     12.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur ljósmæðra og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi, nr. 1089/2012.
     13.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lyfjafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi, nr. 1090/2012.
     14.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lyfjatækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1091/2012.
     15.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur læknaritara og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1104/2012.
     16.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur geislafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1105/2012.
     17.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur áfengis- og vímuvarnaráðgjafa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1106/2012.
     18.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur fótaaðgerðafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1107/2012.
     19.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur næringarrekstrarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1108/2012.
     20.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur næringarráðgjafa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1109/2012.
     21.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sjúkraflutningamanna og bráðatækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1110/2012.
     22.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur matartækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1111/2012.
     23.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur tannlækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi, nr. 1121/2012.
     24.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur tanntækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1122/2012.
     25.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur tannsmiða og klínískra tannsmiða og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1123/2012.
     26.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur tannfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1124/2012.
     27.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur talmeinafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1125/2012.
     28.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur stoðtækjafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1126/2012.
     29.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sjúkraþjálfara og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi, nr. 1127/2012.
     30.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sjúkranuddara og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1128/2012.
     31.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sjóntækjafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1129/2012.
     32.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur osteópata og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1131/2012.
     33.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lífeindafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi, nr. 1132/2012.
     34.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur náttúrufræðinga í heilbrigðisþjónustu og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1220/2012.
     35.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur iðjuþjálfa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1221/2012.
     36.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sjúkraliða og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 511/2013.
     37.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi, nr. 467/2015.
     38.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur heyrnarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 630/2018.

    Eftirtaldar reglugerðir eru birtar í enskri þýðingu en ekki með öllum breytingum þýddum:
     1.      Reglugerð um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota, nr. 212/1998. Vantar þýðingu á seinni breytingunni af tveimur.
     2.      Reglugerð um vinnu barna og unglinga, nr. 426/1999. Vantar þýðingu á breytingu sem gerð var 2016.
     3.      Reglugerð um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, nr. 233/2001. Fimm fyrstu reglugerðarbreytingarnar hafa verið þýddar af tíu.
     4.      Reglugerð um framleiðslu lyfja, nr. 893/2004. Vantar þýðingu á seinni breytingunni af tveimur.
     5.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 1120/2012. Vantar þýðingu á einni breytingu frá árinu 2018.
     6.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sálfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi, nr. 1130/2012. Vantar þýðingu á öllum þremur breytingum.
     7.      Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi, nr. 512/2013. Vantar þýðingu á báðum breytingunum sem gerðar hafa verið.

    Í öllum þýðingum á lögum og reglugerðum á vegum heilbrigðisráðuneytisins er birtur fyrirvari um að þýðingin sé birt til upplýsingar og að frumtextinn birtist í Stjórnartíðindum. Sé um misræmi að ræða gildi frumtextinn.

     2.      Hafa ráðuneytið og undirstofnanir þess markað stefnu eða hyggjast marka stefnu um þýðingar, m.a. í ljósi þeirrar öru fjölgunar sem hefur orðið á fólki sem býr og starfar á Íslandi en hefur íslensku ekki að móðurmáli?
    Í svörum stofnana ráðuneytisins kom fram að þær hefðu ekki markað sér stefnu um þýðingar en ein þeirra kvaðst hafa hafið vinnu við það.
    Ráðuneytið hefur enn ekki markað sér stefnu um þýðingar en leggur mat á það í hvert sinn hvort nauðsyn beri til að þýða lög og reglugerðir. Litið er til þess hvort um sé að ræða efni sem höfðað geti til nokkuð breiðs hóps samfélagsins eða þess hvort efnið er nýtt vegna samskipta við erlendar stofnanir.