Ferill 144. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 523  —  144. mál.
2. umræða.


Tillaga til rökstuddrar dagskrár


í málinu: Frumvarp til laga um veiðigjald.

Frá Loga Einarssyni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Þorgerði K. Gunnarsdóttur og Ingu Sæland.


    Mikilvægt er að lágmarkssamstaða ríki um svo mikilvægt málefni sem frumvarp þetta felur í sér. Ekkert samráð var haft við undirbúning málsins, hvorki við þá sem starfa í greininni né við fulltrúa þingflokka. Hið sama á við eftir að frumvarpið var lagt fram á Alþingi og var það keyrt áfram af hálfu stjórnarflokkanna án þess að leita eftir samráði við aðra flokka á þingi við undirbúning breytingartillagna og við afgreiðslu málsins. Í ofanálag ríkir algert ógagnsæi um á hvaða tölulegu forsendum tillögur meiri hlutans byggjast og hvaða afleiðingar breytingar hans hafa.
    Með tillögu þessari er lagt til að málinu verði vísað frá og á sama tíma gengið út frá því að gildandi lög verði framlengd og farið verði eftir ákvæðum þeirra til ársloka 2019.
    Með vísan til framanritaðs samþykkir Alþingi að málinu verði vísað frá og tekið verði fyrir næsta mál á dagskrá.