Ferill 401. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 539  —  401. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lyfjanotkun í matvælaframleiðslu.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.


     1.      Hefur starfshópur, sem skipaður var í janúar árið 2017 til að móta hvernig upplýsingagjöf til neytenda um sýklalyfjanotkun við matvælaframleiðslu skyldi háttað, skilað niðurstöðum og hverjar voru tillögur starfshópsins? Hvað tefur ef hann hefur ekki enn skilað niðurstöðum?
     2.      Telur ráðherra að upplýsa eigi neytendur um lyfjanotkun í matvælaframleiðslu? Hvernig telur ráðherra best að koma þeim upplýsingum til neytenda? Hyggst hann beita sér fyrir því að lögum verði breytt í þessu skyni?
     3.      Ef leitt yrði í lög að merkja skyldi umbúðir með upplýsingum um lyfjanotkun við framleiðslu vöru, í hvaða lögum ætti slík breyting heima?
     4.      Ef leitt yrði í lög að upplýsa skyldi með skýrum og áberandi hætti í verslunum um lyfjanotkun við framleiðslu vöru, í hvaða lögum ætti slík breyting heima?


Skriflegt svar óskast.