Ferill 402. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 540  —  402. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um brennslu svartolíu og afgas skipavéla.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.


     1.      Hver er stefna ráðuneytisins þegar kemur að brennslu svartolíu, og vörnum gegn mengun af hennar völdum? Er bann við notkun svartolíu fyrirhugað?
     2.      Hafa verið rannsakaðar, innan ráðuneytisins eða stofnana þess, leiðir til að takmarka sótagnir í afgasi skipavéla?
     3.      Hvað eru mörg skip á íslenskri skipaskrá sem eru með svokallaðan afgashreinsibúnað þar sem sótagnir í afgasi frá vélum skipa eru hreinsaðar, t.d. með vothreinsun? Eru einhverjar aðgerðir fyrirhugaðar sem skylda skip til að nýta slíkan búnað?


Skriflegt svar óskast.