Ferill 406. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 547  —  406. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um áfangastaðaáætlanir fyrir landshlutana.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra fylgja eftir framkvæmd áfangastaðaáætlana (e. destination management plans, DMP) fyrir landshlutana? Mun ráðuneytið koma að framkvæmd verkefna og tryggja að þau verði að veruleika? Ef ekki, hver þá?
     2.      Hvernig ætlar ríkisstjórnin að fylgja eftir forgangsröðun áfangastaðaáætlana landshlutanna við aðra stefnumörkun, svo sem að því er snertir samgönguáætlun?