Ferill 429. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 578  —  429. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um framkvæmdir við Arnarnesveg og um stefnumörkun í samgöngumálum.

Frá Guðmundi Andra Thorssyni.


     1.      Hvers vegna hafa framkvæmdir við Arnarnesveg í Kópavogi dregist svo mjög og telur ráðherra ásættanlegt að þær dragist enn frekar?
     2.      Telur ráðherra mikilvægt að við stefnumörkun í samgöngumálum endurspeglist að mörg fjölmennustu sveitarfélög landsins eru á suðvesturhorninu?