Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 598  —  1. mál.
3. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019.

Frá 3. minni hluta fjárlaganefndar (BirgÞ).

Breytingar á sundurliðun 1:
1. Liðurinn 111.1.0 Tekjuskattur einstaklinga og staðgreiðsla lækki um 1.100 m.kr.
2. Liðurinn 141.2.2 Arðgreiðslur frá innlendum aðilum hækki um 1.100 m.kr.

Greinargerð.

    Lagt er til að heimildarákvæði til nýtingar séreignarsparnaðar til íbúðarkaupa og niðurgreiðslu íbúðarlána, sem á að renna út um mitt næsta ár, verði framlengt um tvö ár frá þeim tíma. Gert er ráð fyrir að arðgreiðslur ríkisbankanna hækki um sömu fjárhæð.