Ferill 144. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 610  —  144. mál.
3. umræða.Nefndarálit


um frumvarp til laga um veiðigjald.

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar.


    Nefndin fjallaði að nýju um málið eftir 2. umræðu. Á fund nefndarinnar komu Aron Baldursson frá Fiskmarkaði Íslands hf., Daði Hjálmarsson frá KG fiskverkun, Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Ægir Páll Friðbertsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Indriði Þorláksson.
    Við meðferð málsins kom fram almenn ánægja með breytta aðferðafræði við útreikning veiðigjalds, að það verði byggt á upplýsingum sem eru nær í tíma og að ríkisskattstjóri sé sá aðili sem hafi ríkan aðgang að gögnum og/eða heimildir til að biðja um viðeigandi upplýsingar.
    Einnig kom fram fyrir nefndinni að hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja á tilteknum svæðum hefði dregist talsvert saman. Meiri hlutinn áréttar mikilvægi breytingartillögu sem samþykkt var við 2. umræðu um frítekjumark (3. mgr. 6. gr.).
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Ásmundur Friðriksson var fjarverandi við afgreiðslu málsins og ritar undir álit þetta með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

Alþingi, 6. desember 2018.

Lilja Rafney Magnúsdóttir,
form., frsm.
Halla Signý Kristjánsdóttir. Ásmundur Friðriksson.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. Njáll Trausti Friðbertsson.