Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 615  —  1. mál.
3. umræða.Breytingartillaga


við breytingartillögu á þingskjali 584 [Fjárlög 2019].

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (WÞÞ, HarB, BjG, NTF, PállM).


Breytingar á sundurliðun 2:
1. Við 7. tölul. (03.30 Forsætisráðuneyti): Rekstrarframlög lækki um 15,3 m.kr.
2. Við 75. tölul. (32.30 Stjórnsýsla velferðarmála, 07 Félagsmálaráðuneyti): Rekstrarframlög hækki um 15,3 m.kr.


Greinargerð.

    Í breytingartillögu á þingskjali 584 var gert ráð fyrir millifærslu á fjárveitingu frá velferðarráðuneyti til forsætisráðuneytis vegna flutnings jafnréttismála í samræmi við samkomulag ráðherranna um umsýslu vegna flutnings málaflokksins til forsætisráðuneytis. Hér er lögð til sú leiðrétting að millifærsla á hluta fjárhæðarinnar, þ.e. 15,3 m.kr., gangi til baka.