Ferill 178. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
Lögum breytingu á lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr (íslenskukunnátta).


________
1. gr.


    5. mgr. 6. gr. laganna verður svohljóðandi:
    Dýralæknum, sem hefja störf á Íslandi, ber að kynna sér íslensk lög og reglur um dýralækningar. Heimilt er að gera kröfu í reglugerð um að dýralæknir búi yfir kunnáttu í íslensku eftir því sem við á hverju sinni, enda sé slík kunnátta talin nauðsynleg í starfi.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.
_____________
Samþykkt á Alþingi 7. desember 2018.