Ferill 94. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 635  —  94. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um ráðgjöf og störf við tímabundin eða afmörkuð verkefni.


    Frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við hefur ráðuneytið gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnastjórn við eftirfarandi aðila:

Nafn Verkefni Kostnaður
Samtök atvinnulífsins Ráðgjöf á sviði útflutnings- og markaðsmála. 200.000
Magnús Jóhannesson Tímabundinn starfsmaður/ráðgjafi í Norðurslóðamálum. 5.500.000
Geir Oddsson Tímabundinn starfsmaður/ráðgjafi í Norðurlandamálum vegna formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2019. 9.600.000
Jón Egill Egilsson Yfirferð og ráðgjöf vegna nýs forsetaúrskurðar. 1.500.000
Björn Bjarnason Starfshópur um kosti og galla EES-samningsins. Ekki komin ákvörðun frá þóknunarnefnd.
Kristrún Heimisdóttir Starfshópur um kosti og galla EES-samningsins. Ekki komin ákvörðun frá þóknunarnefnd.
Bergþóra Halldórsdóttir Starfshópur um kosti og galla EES-samningsins. Ekki komin ákvörðun frá þóknunarnefnd.
Susan Martin Undirbúningur varnaræfingarinnar Trident Juncture 2018. 7.200.000
Anna Soffía Hauksdóttir Fulltrúi Íslands í hópi sérfræðinga (Technical Expert Meeting) Missile Technical Control Regime, þar sem Ísland og Írland fara sameiginlega með formennsku. 1.500.000
Hafþór Reinhardsson Framsetning á vef og þróunartölfræði. 200.000
Attentus Ráðgjöf um stefnumótun og mannauðsstefnu. 857.500
Goðhóll Ráðgjöf og aðstoð vegna jafnlaunavottunar. 1.010.100
Burson-Marsteller Samningur um ráðgjöf og þjónustu við ríkisstjórnina um orðspor Íslands erlendis, svo sem greiningarvinna, almannatengsl og fjölmiðlavöktun. 20.300.618
Sonaran Policy Group Orðspor erlendis, þjónusta og ráðgjöf varðandi ýmis hagsmunamál Íslands gagnvart núverandi ríkisstjórn og þingi Bandaríkjanna. 4.643.550
Tom Fletcher Ráðstefna – „Viðskipti og ríkiserindrekstur á 21. öld“. 1.126.400
Hilmar Þorsteinn Hilmarsson Viðauki og lagfæringar á skýrslu – „Utanríkisþjónusta til framtíðar“ 2. útg. 185.000
Hilmar Þorsteinn Hilmarsson Hönnun og prentfrágangur EES-skýrslu. 290.000
Helgi Ágústsson Leiðsögn vegna ferðar með sendiherrum erlendra ríkja á Íslandi þann 18. júní. 80.000
Anne Cecilia Benassi Enskar þýðingar – bæklingur um utanríkisþjónustuna og ræða ráðherra. 422.478
Magnús Jóhannesson Aðstoð við undirbúning á stefnumótun vegna formennsku í Norðurskautsráðinu. 234.600
Vöxtur – Mannauðsráðgjöf Mannauðsráðgjöf vegna ráðningar háskólamenntaðra fulltrúa. 3.204.000
LEX ehf. Aðkeypt sérfræðiþjónusta vegna skipunar dómara (utanríkisráðherra settur dómsmálaráðherra). 802.984
BBA Legal ehf. Aðkeypt sérfræðiþjónusta vegna persónuverndarreglugerðar. 140.000
Ríkiskaup Formennskuríki Norðurskautsráðsins er gestgjafi funda ráðsins meðan á tveggja ára formennskutímabili stendur. Skipulagning fundanna er viðamikið verkefni og því var ákveðið í vor að fá ráðstefnufyrirtæki í lið með norðurslóðateymi. Ríkiskaup annaðist umsjón og birtingu formlegrar verðfyrirspurnar sem nauðsynlegt var að ráðast í til að velja ráðstefnufyrirtæki til samstarfs, sökum stærðar verkefnisins. 332.122
Fræði ehf. Ráðstefnutúlkun. 184.875
ÍSOR Ráðgjöf vegna rannsókna og tæknileg aðstoð varðandi jarðhitaverkefni í Austur-Afríku. Ráðgjöf um ráðgjafarlista vegna verkefna Alþjóðabankans. 11.005.979
MIÐ ehf. Ráðgjöf vegna vinnustofu með aðilum atvinnulífsins. 247.775
Ríkiskaup Ráðgjöf og aðstoð vegna skráningar á ráðgjafarlista um fiskimál og jarðhita. 753.571
Athygli Jarðhitaráðstefna, stuðningur við Íslensku jarðhitaráðstefnuna, sem haldin var í Jarðhitaklasanum, vegna komu samstarfsaðila frá Afríku og viðburðar um beina nýtingu jarðhita. 5.241.215
SEKA Associates Consulting Engineers Ltd. Ráðgjafarþjónusta vegna eftirlits og umsjónar í tengslum við verkefni um þróun innviða, sem er hluti af verkefnum KIEP tímabilið 2018–2019. 7.887.472
Hvíta húsið Kynningarherferð um Heimsmarkmið SÞ. Hvíta húsið gerir þætti um ungmenni sem ferðast til þróunarríkis og upplifir heiminn á annan hátt en við á Íslandi. Þættirnir verða sýndir í sjónvarpi auk þess sem efni verður miðlað á samfélagsmiðlum. 8.060.000
Niras Úttektir á verkefnum félagasamtaka (Hjálparstarf kirkjunnar í Eþíópíu og Úganda, Rauði krossinn á Íslandi í Hvíta-Rússlandi og Malaví, Enza í Suður-Afríku). 10.431.964
GOPA Úttektir á héraðsverkefnum Malaví og Úganda. 6.317.013
Tilapia Aquaculture Ráðgjöf sem var liður í undirbúningi nýrrar samstarfsáætlunar fyrir Malaví. Greining á stöðu fiskeldismála í Malaví ætluð til að sendiráðið gæti metið hvort áframhald yrði á verkefni í fiskeldisgeiranum næstu árin. 2.214.660
Water Mission Water Mission eru alþjóðleg samtök sem sérhæfa sig í að byggja vatnsveitur í þróunarlöndum. Úgandadeild samtakanna hefur sinnt ráðgjafarhlutverki gagnvart héraðstjórninni í Buikwe um hönnun, byggingu og gangsetningu á vatnsveitum, sem byggðar hafa verið í fiskiþorpum í Buikwe á vegum vatnsverkefnisins (BDFCDP WASH). 5.168.790
Magnea Marinósdóttir Ráðgjafarstörf við umfjöllun á umsóknum félagasamtaka um styrki til mannúðarverkefna. 68.000
Stella Samúelsdóttir Ráðgjafarstörf við umfjöllun á umsóknum félagasamtaka um styrki til mannúðarverkefna. 68.000
Sjöfn Vilhelmsdóttir Ráðgjafarstörf við umfjöllun á umsóknum félagasamtaka um styrki til þróunarsamvinnuverkefna. 248.000
Guðmundur Rúnar Árnason Ráðgjafarstörf við umfjöllun á umsóknum félagasamtaka um styrki til þróunarsamvinnuverkefna. 268.000
Sigurlaug Lydía Geirsdóttir Ráðgjafarstörf við umfjöllun á umsóknum félagasamtaka um styrki til mannúðarverkefna. 68.000
Magnea Marinósdóttir Ráðgjafarstörf við umfjöllun á umsóknum félagasamtaka um styrki til mannúðarverkefna. 68.000
Sigurlaug Lydía Geirsdóttir Ráðgjafarstörf við umfjöllun á umsóknum félagasamtaka um styrki til mannúðarverkefna. 179.000
Magnea Marinósdóttir Ráðgjafarstörf við umfjöllun á umsóknum félagasamtaka um styrki til mannúðarverkefna. 208.000

    Alls fóru þrjátíu vinnustundir í að taka þetta svar saman.