Ferill 314. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 685 — 314. mál.
2. umræða.
Breytingartillaga
við frumvarp til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Frá efnahags- og viðskiptanefnd.
1. Í stað orðsins „Tilgangur“ í 1. gr. komi: Markmið.
2. Í stað orðanna „uppfylla öll eftirfarandi skilyrði“ í i-lið 2. gr. komi: öll eftirfarandi skilyrði eiga við um.
3. Við 3. gr.
a. Á eftir orðinu „efnahagssvæðið“ í 1. tölul. komi: eða.
b. Á undan orðinu „stofnun“ í a-lið 2. tölul. komi: aðstoðar við.
c. Í stað orðsins „stjórnarmenn“ í e-lið 6. tölul. komi: hæstráðendur.
d. Í stað orðanna „ Millibankaviðskipti fjármálafyrirtækja“ í 11. tölul. komi: Viðskipti tilkynningarskyldra aðila.
e. Í stað orðanna „öðru fjármálafyrirtæki“ í 11. tölul. komi: tilkynningarskyldum aðila.
4. Í stað orðanna „Skýrslan skal uppfærð“ í 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. komi: Áhættumatið skal uppfært.
5. Orðin „eigi síðar en tólf mánuðum frá gildistöku þessara laga“ í 1. mgr. 7. gr. falli brott.
6. Í stað orðsins „færsluhirðingar“ í 3. mgr. 9. gr. komi: að veita greiðsluþjónustu sem færsluhirðar.
7. Í stað orðanna „uppfylla að minnsta kosti eitt af eftirtöldum skilyrðum“ í 3. mgr. 13. gr. komi: að minnsta kosti eitt af eftirtöldum skilyrðum á við um.
8. Í stað orðsins „millibankaviðskipti“ í c-lið 3. mgr. 14. gr. og orðsins „millibankaviðskiptum“ í 1. málsl. og c-lið 15. gr. og 1. og 2. málsl. 16. gr. komi: viðskipti; og: viðskiptum.
9. Fyrirsögn 15. gr. verði: Viðskipti tilkynningarskyldra aðila.
10. Fyrirsögn 16. gr. verði: Viðskipti tilkynningarskyldra aðila við skelbanka.
11. 1. mgr. 23. gr. orðist svo:
Verði Fjármálaeftirlitinu eða ríkisskattstjóra við framkvæmd starfa sinna kunnugt um viðskipti sem ætla má að tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka eða fái embættin upplýsingar um slík viðskipti skulu þau, þrátt fyrir lögbundna þagnarskyldu, án tafar tilkynna skrifstofu fjármálagreininga lögreglu þar um. Sömu skyldur hvíla á öllum öðrum opinberum aðilum. Tilkynning eftirlitsaðila samkvæmt þessu ákvæði breytir ekki skyldum eftirlitsaðila um tilkynningar til annarra aðila sem á þeim kunna að hvíla lögum samkvæmt.
12. Í stað orðanna „hafa eftirlit með“ í 2. mgr. 27. gr., fyrri málslið 1. mgr. 40. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 41. gr. komi: sinna eftirliti samkvæmt.
13. Á undan orðunum „milli sýndarfjár“ í 1. mgr. 35. gr. komi: viðskipta.
14. Í stað orðanna „allar nauðsynlegar“ í 1. mgr. 43. gr. komi: samkvæmt lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, og Seðlabanka Evrópu (ECB), allar.
15. Við 46. gr.
a. Í stað orðsins „millibankaviðskipti“ í 9. og 10. tölul. 1. mgr. komi: viðskipti tilkynningarskyldra aðila.
b. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: i-lið 56. gr. um hvaða upplýsingar skulu fylgja millifærslum og ákvæðum reglugerðar með stoð í ákvæðinu um að láta viðeigandi upplýsingar um greiðanda og viðtakanda greiðslu fylgja með millifærslu, varðveislu gagna og að koma á skilvirku og áhættumiðuðu verklagi.
c. Orðin „og brot er framið til hagsbóta fyrir annan lögaðila í samstæðunni eða annar lögaðili í samstæðunni hefur notið hagnaðar af brotinu“ í 4. mgr. falli brott.
16. Í stað orðsins „fyrirtækið“ í fyrri málslið 1. mgr. 50. gr. komi: verið.
17. Í stað orðanna „skv. 45., 46., 50. eða 51. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 52. gr. komi: eftirlitsaðila samkvæmt lögum þessum.
18. Í stað orðanna „aðstæður skv. 2. mgr.“ í a- og b-lið 2. mgr. 53. gr. komi: slíkar aðstæður.
19. Í stað orðanna „40.–43. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 55. gr. komi: 39.–43. gr.
20. Síðari málsliður 57. gr. falli brott.
21. Við 58. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Þrátt fyrir 1. mgr. kemur ákvæði 3. mgr. 9. gr. til framkvæmda 1. janúar 2020.
22. Ákvæði til bráðabirgða III orðist svo:
Tilkynningarskyldir aðilar skulu eigi síðar en 1. janúar 2020 hafa aflað upplýsinga um raunverulegan eiganda, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 7. gr., vegna viðskiptamanna sem í ljós kemur að hafa verið í nafnlausum viðskiptum við gildistöku laganna.
23. Í stað „39. gr.“ í ákvæði til bráðabirgða V komi: 38. gr.