Ferill 469. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 702  —  469. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um stefnu um vistvæn atvinnutæki á svæðum í umsjá stofnana sem heyra undir ráðuneytið.

Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé.


     1.      Hefur verið mörkuð stefna um að einungis vistvæn atvinnutæki, svo sem fólksflutningabifreiðar, þjónustubifreiðar o.fl., fái að koma á svæði í umsjá stofnana sem heyra undir ráðuneytið, þ.e. svæði í umsjá Skógræktarinnar, Landgræðslu ríkisins, þjóðgarðsins á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og önnur friðlýst svæði, m.a. í umsjá Umhverfisstofnunar?
     2.      Ef ekki, er áformað að setja slíka stefnu og kynni þá að koma til skoðunar að tilgreina í henni að eftir tiltekinn árafjölda verði óheimilt að aka atvinnutækjum sem knúin eru jarðefnaeldsneyti inn á umrædd svæði?
     3.      Hvaða fjárfestingar þyrfti að ráðast í við innviðauppbyggingu yrði slík stefna sett?


Skriflegt svar óskast.