Ferill 470. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 703  —  470. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um vistvæn atvinnutæki við flugvelli.

Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé.


     1.      Hefur verið mörkuð stefna um að einungis vistvæn atvinnutæki, svo sem fólksflutningabifreiðar, þjónustubifreiðar o.fl., fái að koma á svæði í umsjá stofnana sem heyra undir ráðuneytið, þ.e. alla innanlandsflugvelli og Keflavíkurflugvöll?
     2.      Ef ekki, er áformað að setja slíka stefnu og kynni þá að koma til skoðunar að tilgreina í henni að eftir tiltekinn árafjölda verði óheimilt að aka atvinnutækjum sem knúin eru jarðefnaeldsneyti inn á umrædd svæði?
     3.      Hvaða fjárfestingar þyrfti að ráðast í við innviðauppbyggingu yrði slík stefna sett?
     4.      Hefur við uppbyggingaráform á Keflavíkurflugvelli verið hugað að þeirri uppbyggingu innviða, svo sem fyrir tengla til hleðslu rafbíla og hraðhleðslustöðva, sem nauðsynleg er til þess að draga úr og að lokum hverfa frá umferð bifreiða sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti?
     5.      Hvaða innviðir eru nú þegar til staðar fyrir hleðslu rafbíla og hraðhleðslustöðvar við flugvellina og hvert er hlutfall þeirra af heildarfjölda bílastæða?
     6.      Hefur Isavia mótað sér stefnu um að bifreiðar og atvinnutæki í eigu fyrirtækisins verði vistvæn?
     7.      Hvert hefur verið hlutfall vistvænna bifreiða og atvinnutækja af þeim bifreiðum og atvinnutækjum sem Isavia hefur keypt á árinu 2018?


Skriflegt svar óskast.