Ferill 227. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 712  —  227. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni um arf og fjárhæð erfðafjárskatts.


    Svarið við fyrirspurninni byggist á umbeðnum gögnum frá embætti ríkisskattstjóra. Upplýsingarnar byggjast á skattframtölum einstaklinga vegna tekna árin 2010–2017 og miðast við stöðu gagna 13. nóvember sl.

     1.      Hvert er miðgildi heildarverðmætis dánarbúa hvers árs frá árinu 2010?
    Í eftirfarandi töflu má sjá miðgildi heildarverðmætis dánarbúa á árunum 2010–2017. Á árinu 2017 var miðgildið 14,5 millj. kr.

Ár Miðgildi heildarverðmætis dánarbúa, millj. kr.
2010 11,1
2011 6,5
2012 9,0
2013 10,9
2014 10,9
2015 12,0
2016 13,0
2017 14,5

     2.      Hvert er miðgildi arfsfjárhæðar hvers erfingja á sama tímabili?
    Í eftirfarandi töflu má sjá miðgildi arfsfjárhæðar erfingja á árunum 2010–2017. Á árinu 2017 var miðgildið 3,5 millj. kr.

Ár Miðgildi arfsfjárhæðar erfingja, millj. kr.
2010 2,9
2011 1,3
2012 2,0
2013 2,7
2014 2,5
2015 2,7
2016 3,1
2017 3,5

     3.      Hversu hátt hlutfall erfingja á einstaklingsgrundvelli hlaut á tímabilinu arf undir:
                  a.      100 millj. kr.,
                  b.      50 millj. kr.,
                  c.      10 millj. kr.?

    Í eftirfarandi töflu má sjá hlutfall erfingja sem fékk arf undir 100 millj. kr., 50 millj. kr. og 10 millj. kr. á árunum 2010–2017. Á árinu 2017 hlutu 99,7% erfingja arf undir 100 millj. kr., 98,6% erfingja fengu arf undir 50 millj. kr. og 81,3% erfingja hlutu arf undir 10 millj. kr.

Ár Undir 100 millj. kr. Undir 50 millj. kr. Undir 10 millj. kr.
2010 99,7% 98,9% 85,1%
2011 99,9% 99,7% 94,6%
2012 99,9% 99,7% 90,9%
2013 99,8% 99,4% 87,6%
2014 99,8% 99,4% 87,7%
2015 99,7% 99,1% 85,5%
2016 99,7% 98,9% 84,9%
2017 99,7% 98,6% 81,3%

     4.      Hversu hár erfðafjárskattur var greiddur af arfi sem reiknast undir 10 millj. kr. til hvers erfingja á hverju ári á framangreindu tímabili?
    Í eftirfarandi töflu má sjá upphæðir erfðafjárskatts af arfsfjárhæðum undir 10 millj. kr. á árunum 2010–2017. Á árinu 2017 var sú upphæð um 1,3 milljarðar kr.

Ár Erfðafjárskattur af arfi undir 10 millj. kr., millj. kr.
2010 787,5
2011 613,7
2012 838,4
2013 887,9
2014 953,7
2015 995,5
2016 1.202,8
2017 1.333,4