Ferill 77. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 743  —  77. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis).

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (JónG, RBB, ATG, JÞÞ, LínS, VilÁ).


     1.      Á eftir orðunum „í té upplýsingar“ í 2. gr. komi: vegna innheimtu meðlaga.
     2.      Á eftir 4. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Sveitarfélögum er heimil vinnsla persónuupplýsinga sem hinn skráði eða Þjóðskrá skv. 3. gr. lætur í té í þeim tilgangi að sinna lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt lögum þessum. Miðlun og vinnsla upplýsinga samkvæmt þessari grein skal fullnægja skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
     3.      Í stað orðsins „þjóðvegum“ í 8. gr. komi: samgöngumannvirkjum.
     4.      Orðin „sem og aðrar slíkar upplýsingar“ í 10. gr. falli brott.
     5.      Inngangsmálsgrein 11. gr. orðist svo:
                   Á eftir 9. mgr. 5. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi.
     6.      Við bætist nýr kafli, X. kafli, Breyting á lögum um lögheimili og aðsetur, nr. 80/2018, með tveimur nýjum greinum, 13. og 14. gr., svohljóðandi:
                  a. (13. gr.)
                  Við 15. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Þjóðskrá Íslands er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal upplýsinga um heilsufar, þjóðerni, trúarbrögð og hjúskaparstöðu og annarra upplýsinga sem hinn skráði lætur í té, í þeim tilgangi að sinna lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt lögum þessum að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
                  b. (14. gr.)
                  Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Fram til 1. janúar 2020 skal lögheimili skráð í tilteknu húsi við tiltekna götu eða í dreifbýli, sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang.