Ferill 232. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 746  —  232. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um landgræðslu.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


     1.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „tryggi viðgang“ í a-lið komi: stuðli að viðgangi.
                  b.      Í stað orðanna „gróður- og jarðvegsauðlindinni“ í d-lið komi: gróðri og jarðvegi.
                  c.      Við greinina bætist nýr stafliður, svohljóðandi: fram fari reglubundin vöktun á gróðurlendi, jarðvegi og landnýtingu.
     2.      Í stað orðanna „röskuð vistkerfi landsins“ í a-lið 3. gr. komi: vistkerfi sem hafa raskast.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðsins „vistkerfi“ í a-lið komi: vistkerfum.
                  b.      Í stað orðanna „veitir þeim margs kyns þjónustu“ í d-lið komi: þjónar þeim á marga vegu.
     4.      B-liður 2. mgr. 5. gr. orðist svo: að vinna að og hvetja til þátttöku í landgræðslu.
     5.      Á eftir 2. málslið 1. mgr. 6. gr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Áætlunin skal stuðla að framförum í mati á jarðvegsvernd.
     6.      9. gr. orðist svo:
                      Nýting lands skal vera sjálfbær þannig að ekki sé gengið á auðlindir þess og þær endurheimtar eins og unnt er, og jafnframt að viðgangur og virkni vistkerfa haldist. Nýting lands skal byggjast á viðmiðum um sjálfbærni, sbr. 11. gr.
     7.      Við 10. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „og endurheimt vistkerfa“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: með tilliti til mismunandi landnytja.
                  b.      4. málsl. 1. mgr. verði 3. mgr.
     8.      Á eftir orðunum „viðkomandi sveitarstjórn að hún“ í 1. málsl. 3. mgr. 12. gr. komi: í samráði við stofnunina.
     9.      13. gr. orðist svo:
                      Við hvers kyns leyfisskyldar framkvæmdir sem geta haft áhrif á gróður og jarðveg skal sýna sérstaka aðgát til að lágmarka rask og leitast við að endurheimta vistkerfi sem verða fyrir raski.
     10.      Við 2. mgr. 14. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Á samningstíma skulu umráð hins samningsbundna lands vera á hendi Landgræðslunnar, nema um annað sé samið.
     11.      Við 15. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ræktað land, nytjalönd og svo annað gróðurlendi skal að jafnaði njóta forgangs við röðun verkefna.
     12.      Við 1. málsl. 1. mgr. 17. gr. bætist: auk viðkomandi sveitarfélags.
     13.      Á eftir orðunum „vega- og brúargerð“ í 2. málsl. 2. mgr. 19. gr. komi: eða.
     14.      Á eftir a-lið 4. tölul. 28. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðanna „Landgræðslu ríkisins“ í 2. mgr. 32. gr. laganna kemur: Landgræðsluna.