Ferill 478. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 748  —  478. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um vernd úthafsvistkerfa.

Frá Snæbirni Brynjarssyni.


     1.      Telur ráðherra nauðsynlegt að styrkja alþjóðlegt eftirlit með úthafsveiðum til að tryggja heilbrigt vistkerfi, sjálfbærni alþjóðlegra fiskstofna og lífvænleika íslenskra fiskimiða til langframa?
     2.      Styður ríkisstjórnin frumkvæði til að skapa bindandi alþjóðlega yfirumsjón með vernd stofna og vistkerfa á úthöfum? Ef ekki, hvernig hyggst ráðherra tryggja að bestu venjur íslenskra fiskveiða séu viðhafðar alþjóðlega?


Skriflegt svar óskast.