Ferill 387. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 753  —  387. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni um útgáfu á ársskýrslum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða stofnanir og fyrirtæki sem heyra undir ráðuneytið gefa út ársskýrslu á pappírsformi og hver var kostnaðurinn sem lagðist á ráðuneytið vegna þessa árið 2017?

    Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða stofnanir og fyrirtæki gáfu út ársskýrslu á pappírsformi. Kostnaður vegna ársskýrslna er greiddur af viðkomandi stofnun/fyrirtæki. Ráðuneytið gefur ekki út ársskýrslu á pappírsformi og því féll enginn kostnaður á það.

Stofnun Ársskýrsla á pappír Kostnaður með vsk.
Einkaleyfastofa 365.708
Ferðamálastofa Nei -
Fiskistofa Nei -
Hafrannsóknastofnun Nei -
Matvælastofnun 259.887
Matís Nei -
Neytendastofa 323.516
Nýsköpunarmiðstöð Íslands 323.000
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins 134.200
Orkustofnun 505.424
Samkeppniseftirlitið Nei -
Verðlagsstofa skiptaverðs Nei -