Ferill 176. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 758 — 176. mál.
Frumvarp til laga
um stuðning við útgáfu bóka á íslensku.
(Eftir 2. umræðu, 14. desember.)
I. KAFLI
Markmið og gildissvið.
1. gr.
Markmið.
2. gr.
Gildissvið.
Ákvæði laganna taka ekki til Menntamálastofnunar, sbr. lög nr. 91/2015, um Menntamálastofnun. Með sama hætti taka lögin ekki til bókaútgefanda sem í heild eða að hluta er í eigu ríkis, sveitarfélaga, stofnana eða félaga að öllu leyti í þeirra eigu.
3. gr.
Orðskýringar.
1. Bók: Ritverk eða ritröð sem er a.m.k. átta blaðsíður að lengd og bundið eða fest á hliðstæðan hátt í kjöl. Undir hugtakið bók falla einnig hljóðupptökur af lestri slíkra verka. Þá skulu geisladiskar og aðrir miðlar með bókartexta og rafræn útgáfa slíkra verka falla undir hugtakið bók.
2. Bókaútgefandi: Einstaklingur, hópur eða lögaðili sem er fjárhagslega ábyrgur fyrir útgáfu bókar.
3. Endurgreiðsluhæfur kostnaður: Kostnaður sem heimilt er að leggja til grundvallar endurgreiðslu, sbr. 6. gr.
4. Útgáfa bókar og aðgengi almennings: Bók telst gefin út og gerð aðgengileg almenningi þegar hún hefur verið samþykkt í alþjóðlega bóknúmerakerfið hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, skráð í bókasafnskerfið Gegni eða í sambærilegt skráningarkerfi erlendis og boðin opinberlega til sölu, láns eða leigu.
II. KAFLI
Umsóknarferli o.fl.
4. gr.
Umsókn.
Ráðherra skipar nefnd um stuðning við útgáfu bóka á íslensku. Ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins og ráðherra sem fer með málefni iðnaðar og nýsköpunar skulu tilnefna hvor sinn fulltrúa en ráðherra skipar einn fulltrúa án tilnefningar og skal hann vera formaður. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
Við mat á umsóknum um stuðning við útgáfu bóka á íslensku getur nefndin aflað álits sérfróðra aðila um hvort skilyrði 5. gr. séu uppfyllt.
Ráðherra er heimilt að fela þar til bærum aðila umsýslu samkvæmt lögum þessum.
5. gr.
Skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði.
a. Útgefin bók sé á íslensku.
b. Umsækjandi sé skráður virðisaukaskattsskyldur aðili skv. 5. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með atvinnugreinarnúmerið 58.11.0 sem bókaútgáfa samkvæmt atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands. Erlendur umsækjandi skal sýna fram á slíka skráningu vegna starfsemi sinnar erlendis.
c. Endurgreiðsluhæfur kostnaður umsækjanda nemi a.m.k. 1.000.000 kr. vegna útgáfu þeirrar bókar sem er andlag stuðnings hverju sinni. Heimilt er að ákveða í reglugerð lægri fjárhæðarmörk fyrir bækur á stafrænum miðlum og tiltekna flokka bóka.
d. Umsækjandi færi sundurliðað bókhald yfir þann kostnað sem liggur til grundvallar beiðni um endurgreiðslu í samræmi við lög um bókhald og lög um ársreikninga.
e. Umsækjandi sé ekki í vanskilum við opinbera aðila. Leggja skal fram staðfestingu á skuldastöðu við opinbera aðila.
f. Umsækjandi leggi fram staðfestingu á greiðslum til höfunda eða rétthafa.
Kostnaður vegna útgáfu bókar sem fyrst og fremst er ætluð til kynningar á tiltekinni vöru eða þjónustu er ekki endurgreiðsluhæfur samkvæmt lögum þessum.
III. KAFLI
Endurgreiðsla.
6. gr.
Endurgreiðsluhæfur kostnaður.
a. Beinn launakostnaður vegna útgáfu bókar.
b. Beinar verktakagreiðslur vegna útgáfu bókar.
c. Laun höfundar eða rétthafa.
d. Prentkostnaður og hliðstæður kostnaður vegna útgáfu í öðru formi en á prenti.
e. Þýðingarkostnaður og prófarkalestur.
f. Auglýsinga- og kynningarkostnaður vegna bókar sem fellur til á næstu fjórum mánuðum eftir útgáfu hennar.
g. Eigin vinna, sbr. 7. gr.
7. gr.
Eigin vinna.
8. gr.
Endurgreiðsla.
Telji nefnd um stuðning við útgáfu bóka á íslensku að umsókn uppfylli skilyrði fyrir endurgreiðslu skal hún ákvarða fjárhæð endurgreiðslu, ella skal umsókn hafnað.
Berist umsókn um endurgreiðslu eftir að níu mánuðir eru liðnir frá útgáfu bókar skal vísa henni frá. Heimilt er þó að taka umsókn til meðferðar þótt hún hafi borist að þessum fresti liðnum ef gildar ástæður eru fyrir töfunum. Nefndin metur það í hverju tilviki fyrir sig hvað telja skuli gildar ástæður í þessu sambandi.
Stjórn eða framkvæmdastjóri umsækjanda, ef um félag er að ræða, skal staðfesta að kostnaðaruppgjör sé í samræmi við ákvæði laga þessara og reglugerðar, sbr. 11. gr. Ef sótt er um endurgreiðslu fyrir hærri fjárhæð en 12 millj. kr. skal kostnaðaruppgjör skv. d-lið 1. mgr. 5. gr. jafnframt vera staðfest af endurskoðanda, skoðunarmanni eða viðurkenndum bókara.
Í því skyni að sannreyna kostnaðaruppgjör skv. d-lið 1. mgr. 5. gr. eða gögn um annan framlagðan kostnað umsækjanda getur nefndin óskað eftir viðeigandi upplýsingum frá umsækjanda, til að mynda virðisaukaskattsskýrslum sem og bókhaldi hans.
Sé kostnaðaruppgjör og/eða fylgigögn þess ófullnægjandi skal nefndin veita umsækjanda frest til að skila inn fullnægjandi gögnum. Berist nefndinni ekki fullnægjandi gögn að loknum veittum fresti eða bendi gögn málsins til þess að kostnaðaruppgjör sé ekki í samræmi við ákvæði laga þessara skal hún hafna umsókn um endurgreiðslu.
Komi í ljós að endurgreiðsla til umsækjanda hafi verið of há, af ástæðum sem rekja má til umsækjanda, stjórnvalds eða annarra aðila, skal nefnd um stuðning við útgáfu bóka á íslensku heimilt að hlutast til um að endurákvörðun fari fram á fyrri ákvörðun nefndarinnar. Við meðferð slíkra mála skal nefndin afla nauðsynlegra gagna og gefa aðilum kost á andmælum áður en ákvörðun er tekin. Leiði endurákvörðun til breytinga á fjárhæð þegar greidds endurgreiðsluhæfs kostnaðar til lækkunar skal umsækjandi endurgreiða mismuninn innan tíu daga frá því að tilkynnt er um ákvörðunina. Heimild til endurupptöku samkvæmt ákvæði þessu fellur niður að liðnum fjórum árum frá upphaflegri ákvörðun nefndar um stuðning við útgáfu bóka á íslensku.
IV. KAFLI
Kæruleiðir.
9. gr.
Kærur.
Ákvörðun nefndar um stuðning við útgáfu bóka á íslensku um hvað teljist vera endurgreiðsluhæfur kostnaður skv. 6. gr. eða fjárhæð endurgreiðslu, svo og hvort fullnægjandi gögn liggi til grundvallar útgáfukostnaði, er kæranleg til yfirskattanefndar.
Kærufrestur skv. 1. og 2. mgr. er 30 dagar og reiknast frá dagsetningu ákvörðunar nefndar um stuðning við útgáfu bóka á íslensku.
V. KAFLI
Ýmis ákvæði.
10. gr.
Aðrir styrkir.
Samanlögð fjárhæð styrks skv. 1. mgr. og endurgreiðslu skv. 8. gr. skal ekki fara yfir 50% af endurgreiðsluhæfum kostnaði sömu bókar.
11. gr.
Reglugerð.
12. gr.
Gildistaka o.fl.
Einungis er hægt að sækja um endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku sem gefnar eru út og gerðar aðgengilegar almenningi eftir að lög þessi taka gildi.
Ráðherra skal láta gera úttekt á árangri þessa stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrir lok árs 2022.