Ferill 481. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 763  —  481. mál.
Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um fjölda félagsbústaða.

Frá Snæbirni Brynjarssyni.


     1.      Hver er fjöldi félagsbústaða í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.
     2.      Hver er fjöldi íbúa í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og hver er hlutfallslegur fjöldi félagsbústaða á hverja 10.000 íbúa, skipt eftir sveitarfélögum?
     3.      Hefur ráðherra áform um að leggja fram lagafrumvarp eða setja stjórnvaldsfyrirmæli um lágmarksfjölda eða lágmarkshlutfall félagsbústaða til að tryggja jafnræði milli sveitarfélaga og til að tryggja aðgang að slíkri þjónustu í öllum sveitarfélögum? Ef ekki, hvert er viðhorf ráðherra til slíkrar laga- eða reglusetningar?
     4.      Telur ráðherra að með núgildandi fyrirkomulagi sinni sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu lögbundnum og siðferðislegum skyldum sínum með fullnægjandi hætti gagnvart þeim hópum sem ekki eiga kost á öðru húsnæði?


Skriflegt svar óskast.