Ferill 405. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 791  —  405. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um tengiflug innan lands um Keflavíkurflugvöll.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Er gert ráð fyrir uppbyggingu tengiflugs innan lands við stækkun Keflavíkurflugvallar? Ef svo er, hvenær er ráðgert að aðstaðan verði fullnægjandi?

    Gert er ráð fyrir að tillit verði tekið til tengiflugs innan lands við fyrsta fasa stækkunar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Hönnun þeirrar byggingar er hafin. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær framkvæmdir hefjast. Ef ákvörðun verður tekin innan tíðar er líklegt að þeim verði lokið á árunum 2022–2023.