Ferill 388. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 799  —  388. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni um útgáfu á ársskýrslum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða stofnanir og fyrirtæki sem heyra undir ráðuneytið gefa út ársskýrslu á pappírsformi og hver var kostnaðurinn sem lagðist á ráðuneytið vegna þessa árið 2017?

    Vegna fyrirspurnarinnar var leitað svara hjá Geislavörnum ríkisins, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Embætti landlæknis, Landspítala, Lyfjastofnun, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Sjúkratryggingum Íslands. Svör bárust frá öllum stofnunum nema Heilbrigðisstofnun Suðurlands og hjúkrunarheimilinu Sólvangi.
    Engin stofnananna, utan Landspítala, hafði gefið út ársskýrslu á pappírsformi vegna ársins 2017. Ársskýrsla Landspítala var prentuð í 1.500 eintökum, fyrir 266.000 kr. Að auki voru prentuð út 200 eintök af 20 bls. ársreikningum fyrir ársfund spítalans, fyrir 86.000 kr.