Ferill 96. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 801  —  96. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um ráðgjöf
og störf við tímabundin eða afmörkuð verkefni.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur ráðherra fengið til starfa, tímabundið eða á grundvelli verksamnings, sérfræðinga eða aðra aðila til að veita ráðgjöf, sinna sérverkefnum eða verkefnastjórnun í einstökum verkefnum frá því að núverandi ríkisstjórn tók til starfa? Ef svo er, hvaða aðilar eru það, hverjar hafa greiðslur til þeirra verið og hver er lýsing á verkefnum þeirra?

    Frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við hefur ráðherra gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við eftirfarandi aðila (allar upphæðir eru án virðisaukaskatts):

Bjartsýni slf. 1.200.000 kr. Kyngreinanleg úttekt á íþróttakennslu.
Bjartsýni slf. og
Þórir Ólafsson
2.000.000 kr. Úttekt á starfrækslu og fjárreiðum Vinnustaðanámssjóðs.
Eiríkur Stephensen 9.305.921 kr. Framlengdur vistaskiptasamningur MRN við Háskóla Íslands. Gildistími 17. janúar 2018 til 18. apríl 2019.
G-47 2.368.100 kr. Ráðgjöf vegna stefnumótunar og kynningarmála.
Goðhóll ráðgjöf ehf. 3.020.000 kr. Ráðgjöf við innleiðingu jafnlaunavottunar MRN.
Hagrannsóknir sf. 1.800.000 kr. Mat á aðgerðum og tillögum er varða starfsskilyrði bókaútgáfu og fjölmiðla.
Helgi Eiríkur Eyjólfsson 3.688.140 kr. Menntatölfræði. Tímabundin ráðning frá 1. júlí 2018 til 30. júní 2019.
Hörður Þorgilsson sálfræðingur 1.250.000 kr. Starfsmannamál Landbúnaðarháskóla Íslands.
JSG-Lögmenn 941.718 kr. Málshöfðun á hendur Seltjarnarnesbæ v/Lækningaminjasafns.
Lögfræðistofa Reykjavíkur ehf. 958.500 kr. Utanaðkomandi álit lögfræðinga á málum er varða afnám efnisgjalda í framhaldsskólum og skipunartíma forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Maskína-rannsóknir ehf. 4.934.000 kr. Framkvæmd íslenska hluta Eurostudent VII könnunar á félags- og efnahagslegum þáttum er snerta háskólanema.
Nónó ehf. 1.700.000 kr. Sérfræðiþjónusta vegna málefna Kvikmyndaskóla Íslands.
Sálfræðiráðgjöf Jóhanns
Inga G. slf.
1.250.000 kr. Starfsmannamál Landbúnaðarháskóla Íslands.
Selma Árnadóttir 5.689.944 kr. Ráðgjöf í menntamálum. Tímabundin ráðning frá 7. maí til 31. desember 2018.
Vöxtur ehf. 4.794.000 kr. Ráðningar- og mannauðsráðgjöf.