Ferill 505. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 830  —  505. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um svigrúm til launahækkana.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hver var heildarupphæð allra launagreiðslna á árunum 2014–2018?
     2.      Hver var landsframleiðsla áranna 2014–2018?
     3.      Hver má búast við að heildarupphæð launagreiðslna og landsframleiðsla verði á árinu 2019 miðað við forsendur fjárlaga fyrir árið 2019?
     4.      Telur ráðherra eðlilegt að horfa til hlutfalls heildarupphæðar launagreiðslna á móti landsframleiðslu þegar skoða á svigrúm til launahækkana? Hvaða önnur viðmið telur ráðherra að mætti helst styðjast við svo að umræða um svigrúm til launahækkana geti byggst á gögnum?