Ferill 507. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 832  —  507. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um endurgreiðslur vegna kaupa á gleraugum.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra endurskoða á næstunni upphæðir endurgreiðslna vegna kaupa á nauðsynlegum gleraugum fyrir sjúkratryggða einstaklinga samkvæmt reglugerð nr. 1155/2005?
     2.      Hyggst ráðherra endurskoða fyrirkomulag endurgreiðslunnar þannig að miðað verði við tiltekinn hundraðshluta af kaupverði í stað fastrar krónutölu?