Ferill 419. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 833  —  419. mál.
Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um kærur og málsmeðferðartíma.


     1.      Hversu margar kærur bárust eftirtöldum á hverju ári frá árinu 2013:
                  a.      yfirfasteignamatsnefnd,
                  b.      úrskurðaraðila á sviði sveitarstjórnarmála,
                  c.      álitsaðila á sviði sveitarstjórnarmála,
                  d.      úrskurðaraðila á sviði samgöngumála,
                  e.      úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála?

    Í eftirfarandi töflu er greint frá fjölda allra innsendra kæra, þar eru meðtaldar kærur sem lokið hefur verið án úrskurðar, sem á t.d. við um kærur sem eru afturkallaðar eða vísað frá.
    
2013 2014 2015 2016 2017 2018
Fjöldi innkominna kæra á ári     
a. yfirfasteignamatsnefnd 13 11 19 26 13 16
b. úrskurðaraðilar á sviði sveitarstjórnarmála 13 20 10 22 7 14
c. álitsaðilar á sviði sveitarstjórnarmála 4 3 9
d. úrskurðaraðilar á sviði samgöngumála 23 37 17 24 56 18
e. úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála 4 5 10 4 13 4

     2.      Hver var meðalafgreiðslutími á hverju ári? Hver var stysti tími sem tekið hefur að afgreiða kæru og hver var lengsti tími á hverju ári?
    Í eftirfarandi töflu er greint frá meðalafgreiðslutíma allra innsendra kæra á hverju ári í dögum talið.

2013 2014 2015 2016 2017 2018
Meðalafgreiðslutími lokinna mála á ári     
a. yfirfasteignamatsnefnd 192 198 126 145 150 177
b. úrskurðaraðilar á sviði sveitarstjórnarmála 197 158 274 153 486 174
c. álitsaðilar á sviði sveitarstjórnarmála 155 175 155
d. úrskurðaraðilar á sviði samgöngumála 209 150 191 142 159 244
e. úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála 91 205 360 144 263 246

    Í eftirfarandi töflum eru upplýsingar um stysta og lengsta afgreiðslutíma allra kæra sem líkur með úrskurði.

2013 2014 2015 2016 2017 2018
Stysti málsmeðferðartími á ári
a. Yfirfasteignamatsnefnd 100 79 21 37 85 92
b. úrskurðaraðilar á sviði sveitarstjórnarmála 143 140 82 38 440 225
c. álitsaðilar á sviði sveitarstjórnarmála 120 120 150
d. úrskurðaraðilar á sviði samgöngumála 35 6 184 42 2 168
e. úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála 66 121 227 12 36 122
Lengsti málsmeðferðartími á ári
a. yfirfasteignamatsnefnd 279 370 296 257 230 216
b. úrskurðaraðilar á sviði sveitarstjórnarmála 455 549 394 399 518 328
c. álitsaðilar á sviði sveitarstjórnarmála 240 210 180
d. úrskurðaraðilar á sviði samgöngumála 459 315 376 423 212 373
e. úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála 115 252 493 265 371 447


     3.      Hversu margar kærur voru óafgreiddar hjá hverjum úrskurðaraðila 1. nóvember sl.?


Fjöldi óafgreiddra kæra 1. nóvember 2018
a. yfirfasteignamatsnefnd 12
b. úrskurðaraðilar á sviði sveitarstjórnarmála 7
c. álitsaðilar á sviði sveitarstjórnarmála
d. úrskurðaraðilar á sviði samgöngumála 16
e. úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála 2

    Til upplýsingar má nefna að almennt eru ákvarðanir undirstofnana samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins kæranlegar til ráðuneytisins. Öðru máli gegnir um endurmat Þjóðskrár Íslands á mati fasteignar og um ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar.
    Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála er sjálfstæð úrskurðarnefnd sem starfar á grundvalli 13. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003. Heimilt er að kæra ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar til nefndarinnar og/eða til dómstóla. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir á stjórnsýslustigi. Yfirfasteignamatsnefnd er sömuleiðis sjálfstæð úrskurðarnefnd sem starfar á grundvelli 34. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001. Heimilt er að kæru niðurstöðu á endurmati Þjóðskrár Íslands á mati fasteignar til yfirfasteignamatsnefndar. Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir.
    Um álitsgerðir á sviði sveitarstjórnarmála má nefna að samkvæmt 112. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, ákveður ráðuneytið sjálft hvort tilefni er til að taka til formlegrar umfjöllunar stjórnsýslu sveitarfélags sem lýtur eftirliti þess, óháð því hvort um kæranlega ákvörðun sé að ræða skv. 111. gr. laganna. Þetta frumkvæðiseftirlit ráðuneytisins er mikilvægur þáttur í eftirliti þess með stjórnsýslu sveitarfélaganna og mikilvægt réttarúrræði þegar ekki eru til staðar efnisleg skilyrði þess að taka mál til kærumeðferðar á grundvelli 111. gr. Þá getur meðferð frumkvæðismála einnig gegnt því hlutverki að greiða almennt úr réttaróvissu og veita leiðbeiningu um framkvæmd laga.
    Ráðuneytið ákveður sjálft hvort tilefni sé til þess að hefja frumkvæðismál á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga. Getur það ýmis verið vegna kvörtunar eða ábendingar sem ráðuneytinu hefur borist eða að eigin frumkvæði þess. Þegar ráðuneytið tekur slíkt mál til meðferðar getur það eftir atvikum gefið út leiðbeiningar um túlkun laga og stjórnsýslu sveitarfélagsins að öðru leyti, gefið út álit um lögmæti athafna eða athafnaleysis sveitarfélags eða annars er eftirlit beinist að, gefið út fyrirmæli til sveitarfélags um að það taki ákvörðun í máli, felli ákvörðun úr gildi eða komi málum að öðru leyti í lögmætt horf eða beitt öðrum úrræðum samkvæmt sveitarstjórnarlögum, sé tilefni til.
    Af framangreindu má sjá að frumkvæðismál á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga eru um margt ólík kærumálum sem eiga upphaf sitt í formlegri kæru og sem líkur með úrskurði. Vegna fyrirspurnarinnar hefur ráðuneytið hins vegar tekið saman fjölda þeirra frumkvæðismála sem lokið hefur með útgáfu formlegra álita sem birt eru á vefnum www.urskurdir.is.