Ferill 508. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 834  —  508. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um raforkudreifingu.

Frá Bjarti Aðalbjörnssyni.


     1.      Er á dagskrá stjórnvalda að koma á hringtengingu rafmagns á þeim stöðum á Norðaustur- og Austurlandi sem ekki njóta hringtengingar, t.d. á Vopnafirði, Þórshöfn og í Neskaupstað?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að byggt verði upp flutningsnet sem tryggi þessum stöðum næga og stöðuga raforku svo allar fiskimjölsverksmiðjur á þessu svæði geti rafvæðst? Ef svo er, þá hvenær?


Skriflegt svar óskast.