Ferill 412. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 840  —  412. mál.
2. umræða.Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Bankasýslu ríkisins, nr. 88/2009, með síðari breytingum (starfstími).

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.

    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hrafn Hlynsson og Jón Gunnar Vilhelmsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Nefndinni barst umsögn um málið frá Bankasýslu ríkisins.
    Ákvæði 9. gr. laga um Bankasýslu ríkisins kveður á um að stofnunin skuli hafa lokið störfum „eigi síðar en fimm árum frá því að hún er sett á fót og verður hún þá lögð niður“. Þar sem tímamörkin sem kveðið er á um í greininni hafa ekki staðist er með þessu frumvarpi lagt til að 9. gr. falli brott og að við lögin bætist bráðabirgðaákvæði þess efnis að stofnunina skuli leggja niður þegar verkefnum hennar er lokið.
    Bryndís Haraldsdóttir og Ásgerður K. Gylfadóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 22. janúar 2019.

Óli Björn Kárason,
form., frsm.
Þorsteinn Víglundsson. Brynjar Níelsson.
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. Ólafur Þór Gunnarsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Smári McCarthy.