Ferill 515. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 844  —  515. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um rannsóknir á áhrifum kyns, bágrar fjárhagsstöðu og annarra félagslegra þátta á veitingu heilbrigðisþjónustu.

Frá Olgu Margréti Cilia.


     1.      Hefur ráðherra rannsakað eða hyggst hann láta rannsaka hvernig kyn, bág fjárhagsstaða og aðrir félagslegir þættir hafa áhrif á hvort einstaklingar sæki sér heilbrigðisþjónustu?
     2.      Hefur ráðherra rannsakað eða hyggst hann láta rannsaka hvort heilbrigðisstarfsfólk sinni einstaklingum á misjafnan hátt út frá staðalímyndum um kyn, fjárhagsstöðu eða aðra félagslega þætti? Sér í lagi hvort og þá hvernig efnahagsleg staða karlmanna hafi áhrif á það hversu fljótt þeir sækja sér heilbrigðisþjónustu og hvort og þá hvernig heilbrigðisstarfsfólk bregst síður við umkvörtunum kvenna um heilsu þeirra?
     3.      Hefur ráðherra rannsakað eða hyggst hann láta rannsaka kostnað heilbrigðiskerfisins af því að einstaklingar leiti sér ekki eða njóti ekki fullnægjandi heilbrigðisþjónustu á fyrri stigum sjúkdóms?
     4.      Hefur ráðherra rannsakað eða hyggst hann láta rannsaka falda mismunun í heilbrigðiskerfinu?


Skriflegt svar óskast.