Ferill 516. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 846  —  516. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um mannauð Útlendingastofnunar.

Frá Olgu Margréti Cilia.

     1.      Hvað miðar vinnu við gerð mannauðsstefnu hjá Útlendingastofnun og hvernig mun þjálfun starfsfólks stofnunarinnar verða háttað, sbr. skýrslu Ríkisendurskoðunar um málsmeðferð og verklagsreglur Útlendingastofnunar frá nóvember 2018?
     2.      Hafa starfsfólki Útlendingastofnunar verið settar verklagsreglur til að vinna eftir við mat og greiningu á einstökum málum? Ef ekki, hvenær er áætlað að það verði gert?
     3.      Hefur verið ákveðið hvort miðla eigi annað verkefnum vegna sívaxandi lögbundinnar þjónustu stofnunarinnar á sviði velferðar-, félags- og menntamála eða bæta við starfsfólki með menntun á viðkomandi málefnasviðum, t.d. félagsráðgjöfum og sálfræðingum, í ljósi ábendinga í fyrrnefndri skýrslu?
     4.      Stendur til að fjölga lögfræðingum sem annast afgreiðslu umsókna hjá stofnuninni?
     5.      Hefur verið hafin vinna við að innleiða rafræna stjórnsýslu og bæta upplýsingakerfi Útlendingastofnunar?


Skriflegt svar óskast.