Ferill 534. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 868  —  534. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um auðlindarentuskatt.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hversu háar má vænta að opinberar tekjur verði af Hvalárvirkjun miðað við líklegar tekjur af vatnsréttindum vegna virkjunarinnar með hliðsjón af forsendum í minnisblaði hagfræðideildar Háskóla Íslands þar sem núvirði tekna landeigenda er talið geta numið 700–1.400 millj. kr.? Óskað er upplýsinga um fjárhæðir og hlutfallslega skiptingu.
     2.      Hvernig mundu þessar fjárhæðir og hlutfallsleg skipting breytast ef á Íslandi væri sams konar fyrirkomulag á heimt auðlindarentu til hins opinbera og er í Noregi, sjá t.d. svar fjármála- og efnahagsráðherra á þskj. 1097 frá 146. löggjafarþingi?
     3.      Er ráðherra hlynntur álagningu auðlindarentuskatts að norskri fyrirmynd?
     4.      Hyggst ráðherra hefja vinnu við mótun slíkrar skattheimtu?


Skriflegt svar óskast.