Ferill 535. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 869  —  535. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um kynjamismunun við ráðningar.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Telur ráðherra að undantekningar séu frá þeirri meginreglu laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, að óheimilt sé að mismuna umsækjendum um starf á grundvelli kyns?
     2.      Telur ráðherra að þessar undantekningar kunni að eiga við um ráðningar hjá trú- og lífsskoðunarfélögum? Ef svo er, á hvaða grundvelli?


Skriflegt svar óskast.