Ferill 218. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 898  —  218. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um fjárframlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hver voru fjárframlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka, sbr. 5. gr. laga nr. 162/2006, árið 2017 og hver eru áætluð framlög árið 2018 miðað við niðurstöður sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018? Tölur óskast núvirtar og sundurliðaðar eftir stjórnmálaflokkum og sveitarfélögum.

    Í 1. mgr. 5. gr. laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006, er kveðið á um að sveitarfélögum með fleiri en 500 íbúa sé skylt, en öðrum sveitarfélögum heimilt, að veita stjórnmálasamtökum, sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða í næstliðnum sveitarstjórnarkosningum, árleg fjárframlög til starfsemi sinnar. Ákvörðun um framlög skal sveitarstjórn taka samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar og skal fjárhæðinni úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn.
    Í 9. gr. tilvitnaðra laga kemur fram að stjórnmálasamtök skuli skila Ríkisendurskoðun fyrir 1. október ár hvert reikningum sínum fyrir síðastliðið ár. Ríkisendurskoðun skal í kjölfarið, eins fljótt og unnt er, birta útdrátt úr ársreikningi stjórnmálasamtaka með samræmdum hætti. Í útdrættinum skulu tekjur sundurliðaðar eftir uppruna þannig að greint sé á milli ríkisframlags, framlaga frá sveitarfélögum, framlaga frá lögaðilum, félagsgjalda og framlaga frá einstaklingum. Ráðuneytið óskaði því eftir upplýsingum frá Ríkisendurskoðun til að svara fyrirspurninni.
    Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun hafa stofnuninni borist ársreikningar vegna ársins 2017 frá eftirtöldum stjórnmálasamtökum:
     *      Sjálfstæðisflokknum,
     *      Pírötum,
     *      Framsóknarflokknum,
     *      Samfylkingunni,
     *      Viðreisn,
     *      Flokki fólksins,
     *      Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.
    Ríkisendurskoðun hefur unnið útdrátt úr ársreikningum stjórnmálasamtaka eins og kveðið er á um í 9. gr. laga nr. 162/2006 og birt hann, en útdráttinn er unnt að nálgast á netinu. 1

    Samkvæmt útdrættinum eru upplýsingarnar eftirfarandi:

Sjálfstæðisflokkurinn – framlög sveitarfélaga:
Reykjavík 5.917.000
Kópavogsbær 2.524.154
Garðabær 2.058.576
Hafnarfjörður 1.856.400
Reykjanesbær 1.352.492
Mosfellsbær 731.192
Seltjarnarnesbær 551.020
Árborg 510.000
Akureyrarkaupstaður 448.959
Grindavíkurbær 428.167
Hornafjörður 279.075
Ísafjörður 258.474
Hveragerðisbær 204.600
Rangárþing ytra 197.469
Ölfus 164.286
Vestmannaeyjar 146.400
Skagafjörður 107.000
Norðurþing 101.359
17.836.623

Píratar – framlög sveitarfélaga:
Reykjavík 1.366.000
1.366.000

Framsóknarflokkurinn – framlög sveitarfélaga :
Akraneskaupstaður 144.400
Akureyri 288.235
Árborg 150.000
Fjallabyggð 115.700
Garðabær 231.301
Grindavíkurbær 234.961
Hafnarfjörður 348.400
Kópavogsbær 754.248
Mosfellsbær 108.240
Norðurþing 108.338
Reykjanesbær 390.456
Reykjavíkurborg 2.473.000
Sandgerðisbær 66.100
Hornafjörður 283.575
5.696.954

Samfylkingin – framlög sveitarfélaga :
Akranesbær 238.815
Akureyrarkaupstaður 356.471
Fjallabyggð 185.320
Grindavíkurbær 162.744
Hafnarfjarðarbær 1.050.400
Kópavogsbær 1.032.055
Mosfellsbær 257.932
Reykjanesbær 640.088
Reykjavík 7.349.000
Sveitarfélagið Árborg 190.000
11.462.825

Viðreisn – framlög sveitarfélaga:
0

Flokkur fólksins – framlög sveitarfélaga:
0

Vinstrihreyfingin – grænt framboð – framlög sveitarfélaga:
Akureyrarkaupstaður 213.176
Hafnarfjarðarbær 608.400
Kópavogsbær 613.705
Reykjavíkurborg 1.920.000
3.355.281

     Rétt er að geta þess að undanþága er á upplýsingaskyldu til Ríkisendurskoðunar ef heildartekjur eða heildarkostnaður stjórnmálasamtaka er undir 400.000 krónum. Því er ljóst að Ríkisendurskoðun hefur ekki upplýsingar um styrki sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka sem ná ekki þessari lágmarksfjárhæð.
    Áður en Ríkisendurskoðun vann útdrátt úr ársreikningum stjórnmálasamtaka fyrir árið 2017 óskaði stofnunin eftir upplýsingum frá sveitarfélögunum um framlög þeirra til stjórnmálasamtaka. Bárust upplýsingar frá 45 sveitarfélögum sem er að finna í fylgiskjali með svari þessu. Skil stjórnmálasamtaka á upplýsingum um fjárframlög á árinu 2018 til Ríkisendurskoðunar er í síðasta lagi 1. október 2019, sbr. 9. gr. laga nr. 162/2006.
    Til að svara því hver áætluð framlög sveitarfélaga á árinu 2018 voru, miðað við niðurstöður sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018, var send fyrirspurn til allra 72 sveitarfélaga landsins. Svör bárust frá 47 sveitarfélögum og voru eftirfarandi:

Nafn Framlög 2018
Reykjavíkurborg Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Kópavogsbær Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Seltjarnarnesbær 1.000.000 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
Sjálfstæðisflokkurinn 551.020 kr.
Samfylkingin 308.495 kr.
Neslistinn 140.484 kr.
Garðabær 3.500.000 kr.
Fyrri úthlutun:
Framsóknarflokkurinn 106.014 kr.
Sjálfstæðisflokkurinn 943.514 kr.
Björt framtíð 237.324 kr.
Samfylkingin 159.019 kr.
Fólkið í bænum 158.296 kr.
Síðari úthlutun:
Garðabæjarlistinn 550.145 kr.
Miðflokkurinn 132.892 kr.
Sjálfstæðisflokkurinn 1.212.796 kr.
Hafnarfjarðarkaupstaður 4.856.800 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
Úthlutun í mars og apríl:
Sjálfstæðisfélag Hafnarfjarðar 928.200 kr.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð 304.200 kr.
Framsóknarfélag Hafnarfjarðar 174.200 kr.
Píratar í Hafnarfirði 174.200 kr.
Samfylkingin í Hafnarfirði 525.200 kr.
Úthlutun í júlí:
Félag Viðreisnar í Hafnarfirði 247.000 kr.
Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis 197.600 kr.
Framsóknarfélag Hafnarfjarðar 208.000 kr.
Sjálfstæðisfélag Hafnarfjarðar 878.800 kr.
Bæjarlistinn Hafnarfirði 200.200 kr.
Björt framtíð í Hafnarfirði (fyrri hluti) 494.000 kr.
Mosfellsbær Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Kjósarhreppur Ekkert framlag.
Reykjanesbær 4.000.000 kr.
Framsóknarfélag Reykjanesbæjar 626.725 kr.
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar 1.497.797 kr.
Samfylkingin í Reykjanesbæ 853.451 kr.
Flugdrekarnir, félagasamtök (Bein leið) 691.924 kr.
Grindavíkurbær 1.000.000 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
Fyrri úthlutun:
Framsóknarfélag Grindavíkur 107.690 kr.
Sjálfstæðisfélag Grindavíkur 196.243 kr.
Listi Grindavíkur 79.795 kr.
Samfylkingarfélag Grindavíkurlistans 74.605 kr.
Síðari úthlutun:
Framsóknarfélag Grindavíkur 74.845 kr.
Sjálfstæðisfélag Grindavíkur 181.716 kr.
Listi Grindavíkur 51.173 kr.
Samfylkingarfélag Grindavíkurlistans 56.743 kr.
Miðflokkurinn 73.452 kr.
Rödd unga fólksins 103.738 kr.
Sandgerði/Garður Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Sveitarfélagið Vogar Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Akraneskaupstaður Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Skorradalshreppur Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Hvalfjarðarsveit Ekkert framlag.
Borgarbyggð 1.000.000 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
Framsóknarflokkurinn 250.000 kr.
Samfylkingin 250.000 kr.
Sjálfstæðisflokkurinn 250.000 kr.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð 250.000 kr.
Grundarfjarðarbær 300.000 kr.
Framlagið var greitt á kosningaári til þeirra tveggja flokka sem buðu fram, 150.000 kr. til hvors flokks.
Helgafellssveit Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Stykkishólmsbær Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Eyja- og Miklaholtshreppur Ekkert framlag.
Snæfellsbær 100.000 kr.

Árið 2018 (janúar–maí), byggt á sveitarstjórnarkosningum 2014:

D-listi 20.736 kr.
J-listi 16.713 kr.
N-listi 2.826 kr.
Æ-listi 4.725 kr.
Árið 2018 (júní–desember), byggt á sveitarstjórnarkosningum 2018:
D-listi (59,44% atkvæða) 32.690 kr.
J-listi (40,57% atkvæða) 22.310 kr.
Dalabyggð Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Bolungarvíkurkaupstaður Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Ísafjarðarbær Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Reykhólahreppur Ekkert framlag.
Tálknafjarðarhreppur Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Vesturbyggð Ekkert framlag.
Súðavíkurhreppur Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Árneshreppur Ekkert framlag.
Kaldrananeshreppur Ekkert framlag.
Strandabyggð Ekkert framlag.
Sveitarfélagið Skagafjörður 500.000 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
Fyrri úthlutun:
Sjálfstæðisfélag Skagfirðinga 67.000 kr.
Samfylkingin, Skagafirði* 32.000 kr.
Framsóknarfélag Skagafjarðar 113.500 kr.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð 37.500 kr.
Síðari úthlutun:
Vinstrihreyfingin – grænt framboð 61.000 kr.
Ólafur Bjarni Haraldsson** 51.500 kr.
Framsóknarfélag Skagafjarðar 85.000 kr.
Sjálfstæðisfélag Skagafjarðar 52.500 kr.
* Framlag til Samfylkingar í Skagafirði er vegna framboðs Skagafjarðarlistans.
** Framlag greitt ÓBH er vegna framboðs Byggðalistans (L).
Húnaþing vestra Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Blönduósbær 350.000 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
Ó-listinn 350.000 kr.
L-listinn 350.000 kr.
Sveitarfélagið Skagaströnd Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Skagabyggð Ekkert framlag.
Húnavatnshreppur Ekkert framlag.
Akrahreppur Ekkert framlag.
Akureyrarkaupstaður 1.999.998 kr.
Björt framtíð, Akureyri 95.765 kr.
Framsóknarfélag Akureyrar 327.352 kr.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna, Akureyri 500.693 kr.
L-listinn, bæjarlisti Akureyrar 432.804 kr.
Miðflokkurinn, Akureyri og nágrenni 84.671 kr.
Samfylkingin á Akureyri 353.921 kr.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Akureyri 204.792 kr.
Norðurþing 400.000 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
Fyrri úthlutun:
Samfylkingin í Þingeyjarsýslu 37.091 kr.
Framsóknarfélag Þingeyinga 54.169 kr.
Sjálfstæðisfélag Húsavíkur og nágrennis 55.237 kr.
Svæðisfélag VG í Suður-Þingeyjarsýslu 53.502 kr.
Síðari úthlutun
Svæðisfélag VG í Suður-Þingeyjarsýslu 30.051 kr.
Sjálfstæðisfélag Húsavíkur og nágrennis 60.227 kr.
Samfylkingin í Þingeyjarsýslu 28.788 kr.
Framsóknarfélag Þingeyinga 52.778 kr.
Stefán Guðm. vegna E-lista 28.156 kr.
Fjallabyggð 360.000 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
H-listi, Fyrir heildina 110.628 kr.
D-listi Sjálfstæðisflokks 160.776 kr.
I- listi, Betri Fjallabyggð 88.596 kr.
Dalvíkurbyggð Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Eyjafjarðarsveit 400.000 kr.
Framlagið skiptist til helminga milli þeirra tveggja framboða sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum 2018.
Hörgársveit 300.000 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
J-listi Grósku 180.000 kr.
H-listi Hörgársveitar 120.000 kr.
Svalbarðsstrandarhreppur Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Grýtubakkahreppur Ekkert framlag.
Skútustaðahreppur Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Tjörneshreppur Ekkert framlag.
Þingeyjarsveit Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Svalbarðshreppur Ekkert framlag.
Langanesbyggð 17.832 kr.
Framlag í formi húsaleigu vegna funda í húsnæði á vegum sveitarfélagsins til þeirra tveggja framboða sem buðu fram. Styrkur hvors framboðs var 8.916 kr.
Seyðisfjarðarkaupstaður Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Fjarðabyggð 1.000.000 kr.
Framlagið skiptist að 5/12 hlutum milli þeirra þriggja framboða sem hlutu kjörinn fulltrúa í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningunum 2014 og að 7/12 hlutum milli þeirra fjögurra framboða sem hlutu kjörinn fulltrúa í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningunum 2018.
Vopnafjarðarhreppur 450.000 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
Samfylkingin 150.000 kr.
Framsóknarflokkurinn 150.000 kr.
Betra Sigtún 150.000 kr.
Fljótsdalshreppur Ekkert framlag.
Borgarfjarðarhreppur Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Djúpavogshreppur Ekkert framlag.
Fljótsdalshérað 732.000 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
Á-listi 99.005 kr.
B-listi 196.552 kr.
D-listi 180.755 kr.
L-listi 193.412 kr.
M-listi 62.276 kr.
Sveitarfélagið Hornafjörður Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Vestmannaeyjabær 250.000 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
Sjálfstæðisflokkurinn 113.584 kr.
Eyjalistinn 50.867 kr.
Fyrir Heimaey 85.549 kr.
Sveitarfélagið Árborg 2.000.000 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
Framsóknarflokkurinn í Árborg 320.000 kr.
Samfylkingin í Árborg 400.000 kr.
Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg 1.060.000 kr.
Miðflokkurinn í Árborg 220.000 kr.
Mýrdalshreppur Ekkert framlag.
Skaftárhreppur Ekkert framlag.
Ásahreppur Ekkert framlag.
Rangárþing eystra 1.420.000 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
B-listi framsóknarmanna og annarra framfarasinna 658.990 kr.
D-listi Sjálfstæðisflokksins 482.524 kr.
L-listi óháðra 278.486 kr.
Rangárþing ytra Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Hrunamannahreppur 100.000 kr. skiptust milli tveggja framboða, 50.000 kr. til hvors framboðs.
Hveragerðisbær 1.150.000 kr.
Fyrri helmingur framlagsins greiddur út í febrúar á eftirfarandi hátt:
B-listi, Frjálsir með framsókn 78.878 kr.
D-listi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis 336.127 kr.
S-listi Samfylkingarinnar og óháðra 159.996 kr.
Seinni helmingur framlagsins greiddur út í júní á eftirfarandi hátt:
B-listi, Frjálsir með framsókn 83.587 kr.
D-listi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis 301.302 kr.
S-listi Samfylkingarinnar og óháðra 190.112 kr.
Sveitarfélagið Ölfus 620.000 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
Sjálfstæðisfélagið Ægir 225.674 kr.
Samfylkingarfélagið í Ölfusi 40.039 kr.
Framsóknarfélag Ölfushrepps 354.287 kr.
Grímsnes- og Grafningshreppur Ekkert framlag.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur 300.000 kr.
Framlagið skiptist á eftirfarandi hátt:
A-listi, Afl til uppbyggingar 100.000 kr.
G-listi Grósku 100.000 kr.
O-listi, Okkar sveit 100.000 kr.
Bláskógabyggð Engar upplýsingar bárust ráðuneytinu.
Flóahreppur 180.000 kr.
Framlagið skiptist jafnt milli tveggja framboða sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum 2018.

Fylgiskjal.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



1     rikisendurskodun.is/utgefid-efni/fjarmal-stjornmalasamtaka/