Ferill 460. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 905  —  460. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni um skipun dómstjóra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur dómstólasýslan einhvern tímann skipað dómstjóra við héraðsdómstól sem er ekki í samræmi við tilnefningu eða kosningu dómara við viðkomandi dómstól skv. 1. mgr. 31. gr. laga um dómstóla? Svar óskast með yfirliti yfir öll slík tilvik ef einhver eru.

    Frá því að dómstólasýslan tók til starfa 1. janúar 2018 hefur stofnunin tvisvar skipað dómstjóra til starfa, annars vegar við Héraðsdóms Austurlands og hins vegar við Héraðsdóm Vestfjarða. Við þessa dómstóla starfar einn dómari og skal hann skipaður dómstjóri, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 31. gr. laga um dómstóla, nr. 50/2016.