Ferill 551. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 925  —  551. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um skýrslu um innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvers vegna var skýrslu um innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Alþingi samþykkti beiðni um á 146. löggjafarþingi, hinn 13. mars 2017, ekki skilað til þingsins innan lögbundins frests?
     2.      Hversu langt er vinna við skýrsluna komin í ráðuneytinu?
     3.      Áætlar ráðherra að skýrslan verði kláruð og þá hvenær?