Ferill 567. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 955  —  567. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um ófrjósemisaðgerðir og þungunarrof.

Frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.


     1.      Hversu oft hafa ófrjósemisaðgerðir verið framkvæmdar á grundvelli 22. gr. laga nr. 25/1975 samkvæmt umsókn sérstaklega skipaðs lögráðamanns?
     2.      Hversu oft hefur þungunarrof verið framkvæmt á grundvelli 2. og 3. tölul. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 25/1975 samkvæmt umsókn lögráðamanns?
     3.      Hvernig er umsóknarferlið hjá lögráðamanni í framangreindum tilvikum? Er afstaða þeirra einstaklinga sem ætlað er að fari í aðgerðir á þessum grundvelli könnuð sérstaklega, t.d. af hálfu þar til bærra aðila?
     4.      Hefur lögræðissviptur einstaklingur tækifæri til að vísa umsókn lögráðamanns um aðgerð til landlæknis, sbr. 28. gr. laga nr. 25/1975?
     5.      Hefur heilbrigðisstarfsfólk þurft að beita þvingunum til þess að framkvæma ófrjósemisaðgerð eða þungunarrof?


Skriflegt svar óskast.