Ferill 572. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 964  —  572. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fjárframlög ríkisins og markaðar tekjur til vegamála.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Hverjar voru árlegar heildartekjur ríkissjóðs árin 2010–2018 af:
              a.      bensíngjaldi, sérstöku bensíngjaldi, kolefnisgjaldi af bensíni og virðisaukaskatti á þessa gjaldstofna;
              b.      olíugjaldi, kolefnisgjaldi á olíu og virðisaukaskatti á þessa gjaldstofna;
              c.      bifreiðagjöldum;
              d.      innflutningstollum á bifreiðar?
     2.      Hversu hátt hlutfall markaðra tekna til vegagerðar hefur skilað sér til nýframkvæmda og viðhalds vega á sama tímabili og hversu há fjárhæð fór í viðkomandi verkefni, sundurliðað eftir árum?
     3.      Hver var heildarfjárhæð markaðra tekna sem fór til vegamála á sama tímabili, sundurliðað eftir árum?
     4.      Hvert var fjárframlag ríkisins til nýframkvæmda annars vegar og viðhalds vega hins vegar á sama tímabili, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.